Skáldskaparmál - 01.01.1992, Blaðsíða 91
Hver erþessi Grettir?
89
hluta, sem tengjast innbyrðis á ýmsan hátt. Hver þáttur hverfist um eitt
meginatriði, atburð eða ástand sem skilar söguþræðinum áleiðis:
1) 1.-13. kafli; forsaga. Hún sér fyrir rótunum í Noregi og byggist að
mestu á Landnámu og hefur á yfirborðinu það hlutverk að uppfylla
kröfur hefðarinnar. Forsagan er, þrátt fyrir að menn hafi fyrr á tímum
verið að agnúast út í hana, óaðskiljanlegur hluti sögunnar. Hún er t.d.
mjög mótuð af náttúrulýsingunum sem allsstaðar er lögð áhersla á og
víkka táknrænt svið sögunnar, útópísk og dystópísk þemu hennar.
Náttúrulýsingarnar eru notaðar meðvitað, táknrænt og til þess að auka
áhrifamátt einstakra atriða.25
2) 14.-16. kafli; Grettir kynntur til sögu og uppvöxtur hans tíundaður.
3) 17.-24. kafli; fyrri ferð Grettis til Noregs.
4) 25.-27. kafli; útúrdúr, sem snertir Fóstbrœðra sögu.
5) 28.-31. kafli; heimkoma Grettis og ofmetnaður.
6) 32.-35. kafli; Gláms þáttur, þar sem ofmetnaður Grettis er stöðvaður.
7) 36.-41. kafli; Grettir drepur Þorbjörn ferðalang og fer öðru sinni til
Noregs.
8) 42.-45. kafli; Þorbjörn öxnamegin drepur Atla.
9) 46.-68. kafli; dómur yfir Gretti og útlegð. Hægt er að skipta þessum
hluta í nokkra raðtengda liði sem ekki breyta atburðarásinni en mynda
þó ákveðna stígandi, þeir eru endurtekningar á afrekum Grettis,
tilbrigði við dapurlegt einsemdarstef þessa hluta sögunnar.
10) 68.-82. kafli; aðdragandinn að dauða Grettis, dvölin í Drangey og loks
dráp hans.
11) 83.-85. kafli; íslenskur eftirmáli, viðbrögð manna við drápi Grettis,
dómur Þorbjörns og flótti hans til Miklagarðs.
12) 86.-92. kafli; Spesar þáttur. Hefnd Þorsteins í Miklagarði og ævintýri
hans með Spes, óaðskiljanlegur frá sögunni, ekki síður en inngangurinn.
Það er meira að segja leiðindaveður í Miklagarði!
13) 93. kafli; eftirmáli, vísun í Sturlu Þórðarson til skrauts og tengsl við
síðari tíma.
Grettir er þungamiðja sögunnar, hún er ævisaga hans í meðbyr og
mótbyr. Honum gengur allt í haginn þangað til hann hittir Glám, þá byrjar
raunar ný atburðarás sem nær hámarki með dauða Grettis.
Vegna þess að Grettir er þungamiðjan eru aðrar persónur sögunnar
metnar út frá því hvernig þær tengjast honum, hvort þær séu bandamenn
hans eða andstæðingar og það er mismunandi hvort þessar persónur hvíla á
sálrænum grunni eða ekki. Yfirnáttúrlegar verur þjóna því hlutverki sem
25 Sjá Helen Damico: „Dystopic Conditions of the Mind: Toward a Study of Landscape
in Grettissaga". Sérprent úr In Geardagum VII, September 1986.