Skáldskaparmál - 01.01.1992, Blaðsíða 77
Rjóðum spjöll í dreyra
75
líkami Bárðar. Blóð hans rennur um gólf, áþekkt eitraða ölinu áður. Gegnt
Bárði, eins og í spegilmynd, liggur svo Olvir í ölspýju sinni. Líkindi þeirra
eru slík að menn telja fyrst báða dauða.
Þessi speglun innan frásagnarinnar styður frekar þá kenningu að sýni-
legur þráður hennar endurspegli atburði brúðkaupsnæturinnar sem líður án
þess að frá henni sé sagt. Sú speglun er þó hvergi heil, við verðum að raða
saman brotum. Öðrum megin höfum við andstæðingana Egil og Gunn-
hildi/Bárð, hinum megin hjónakornin Þórólf og Ásgerði. Gunnhildur byrlar
Agli, Egill drepur Bárð, á meðan Þórólfur og Ásgerður njótast, ef að líkum
lætur. I fljótu bragði virðist vera um öfuga spegilmynd að ræða. En er það
svo? Hjá Agli er drykkjarhornið í brennipunkti. Það er ílát undir vökva,
undir öl sem getur verið nærandi, en líka valdið uppköstum og jafnvel
dauða. Upprunalega er hornið oddhvasst vopn, enda nefnir Egill það atgeir
uxans (ýrar atgeir) í einni vísu sinni. Þegar hann býr sig undir að drepa Bárð
fleygir hann drykkjarhorninu frá sér og grípur um annað vopn, sverð sitt,
sem hann geymir innan klæða. Með því leggur hann að Bárði miðjum svo
blóðrefillinn gengur út um bakið (en sama drápsmynd er einmitt endurtekin
þegar Þórólfur yngri drepur Hring jarl og þegar Egill drepur Ketil höð og
Fróða). Ofbeldið verður ekki öllu erótískara. Bárður er sviptur einstaklings-
eðli sínu, hann er í senn sambærilegur sundursprungnu drykkjarhorni og
elskendum á hátindi ástarbrímans. Óslitin tilvist? Sú spurning vaknar, að
minnsta kosti, hvort brúðguminn Þórólfur hafi tekið undir með bróður
sínum (og höfundi Egils sögu) sem kvað þessa nótt: „Rjóðum spjöll í
dreyra".
IV
Ef marka má Snorra Sturluson, Freud, Kristevu og Bataille, er áhrifaríkur
skáldskapur á einhvern hátt óhugnanlegur, viss tegund úrkasts, eitt afbrigði
erótíkur. Frásögn Snorra-Eddu af Suttungamiði er vörðuð óhugnaði
aflimunar (níu þrælar skera hver annan á háls), hamskipta (Óðinn bregður
sér í ormslíki og tekur arnarham) og endurtekninga. Skáldamjöðurinn sjálfur
er margfalt úrkast (hráki, blóð, spýja/saur) auk þess sem erótísk blöndun
andstæðra fyrirbæra birtist í frásögninni af því þegar Óðinn skríður inní
nafarsrauf á leið til fundar við Gunnlöðu (litlu má muna að Bauga,
föðurbróður Gunnlaðar, takist að kremja Óðin inní raufinni)35. í sameiningu
gefa þessir textar tilefni til að velta frekar vöngum yfir eðli skáldskapar og
35 Sjá umfjöllun Helgu Kress um táknræna merkingu þessarar lýsingar í „The Apoca-
lypse of a Culture: Völuspd and the Myth of the Sources/Sourceress in Old Icelandic
Literature." Atti del 12° Congresso Internationale di Studi Sullálto Medioevo, Presso
la Sede del Centro Studi, Spoleto 1990, s. 284-85.