Skáldskaparmál - 01.01.1992, Blaðsíða 214
212
Asdís Egilsdóttir
Árni Magnússon segir frá því í bréfi til Torfæusar 1704 að hann hafi
eignast blöð úr latneskri Hungurvöku, „2 blöd ur latinskre Hungurvöku
gamalli hefi eg öðlast, og 2 á eg i Kaupenhafn"19 og á þar væntanlega við
handritabrot (AM 386, 4toI) sem eru frá því um 1200. Það er athyglisvert að
Árni skuli taka þannig til orða, það bendir til þess að hann hafi litið á þá
sögu, sem þar eru varðveitt brot af, sem sögu Skálholtsbiskupsstóls. Árni
minnist víðar á þessi brot í athugasemdum sínum og telur þau rituð eftir
Hungurvöku. Hann segir:
Sá sem hefur skrifað vitam S. Thorlaci Latine hefur framan við hana sett vitas
priorum Episcoporum Scalholtensium: omnia, absque dubio, ad methodum et
ductum Hungurvöku. Þetta er auðséð af því fragmento Latino, sem eg á ...20
Þegar Hungurvaka var sett saman var hliðstætt sagnarit til í landinu,
Islendingabók Ara fróða, sem höfundur styðst jafnvel við. En rétt er að
skyggnast um víðar og kanna hverskonar erlendar hliðstæður og fyrirmyndir
Hungurvaka, og jafnvel sögur Skálholtsbiskupa sem heild, geti átt sér.
Á 9. öld var komin til sögunnar bók sem átti eftir að verða mikið undir-
stöðurit í kirkjulegri sagnaritun, Liber pontificalis, eða páfatal.21 Á grunni
hennar voru samin rit um klaustur og biskupsstóla, gesta abbatum og gesta
episcoporum. Þessar sögur segja í réttri tímaröð sögu biskupa eða ábóta
viðkomandi klausturs eða kirkju frá upphafi fram að ritunartíma. Frá 9.-12.
öld eru varðveittar fjölmargar sögur evrópskra biskupsstóla.22
Þessar biskupsstólasögur er nokkuð mismunandi að formi en þó er unnt
að draga fram nokkur megineinkenni.23 Þær fylgja tímaröð biskupa eða
ábóta viðkomandi kirkju eða klausturs frá upphafi til ritunartíma. Greint er
frá því hversu lengi hver biskup eða ábóti hafi ríkt og dagsetningar hafðar
sem nákvæmastar. Tímasetningin er rammi utan um aðrar frásagnir sem falla
inn í, hvort sem þær eru sögulegar, helgisögulegar eða staðfræðilegar.
Lögð er á það megináhersla að setja biskupsstólnum sem stofnun tímatal
frá byrjun. Skýrt er frá því hve lengi hver höfðingi hafi ríkt og tími hans er
tengdur við ríkisár annarra höfðingja, kirkjulegra jafnt sem veraldlegra,
páfa, keisara eða konunga. Tímatal og tímaröð er þannig helsta undirstaða
frásagnarinnar.
Annar mikilvægur þáttur sagnanna er sögusviðið, staðurinn, eins gera
19 [Árni Magnússon] Arne Magnusson. Brevveksling med Torfæus (Þormóður
Torfason). Udg. af Kr. Kálund. Kbh. 1916, 390
20 Árni Magnússons levned og skrifter II. Kbh 1930, 143.
21 Liber Pontificalis (L. Duchesne). Texte, introduction et commentaire. Paris
1886-1892. (Endurútg. og viðbætur, C. Vogel, Paris 1955-57).
22 Hér verða aðeins örfá þessara rita nefnd: Gesta episcoporum Mettensium,
Monumenta Germaniae historica, SS 2 (1829), 260-270; Liber pontificalis ecclesiae
Ravennatis, MGH, SRL 1878, 265-391; Gesta pontificum Cameracensium, MGH, SS,
7 (1846), 393-489. Sjá einnig Peter Foote, 40.
23 Sjá einkum Michel Sot. Gesta episcoporum, gesta abbatum. Brepols 1981.