Skáldskaparmál - 01.01.1992, Blaðsíða 297

Skáldskaparmál - 01.01.1992, Blaðsíða 297
Um bcekur 295 Annað mikilvægt atriði er að gera sér grein fyrir því að formúlurnar eru miklu fjölbreytilegri en í fyrstu skilgreiningu hjá Parry, ogþemun eða frásagnarliðirnir ekki síður. Formúlur og þemu eru því ekki einföld tæki heldur margbreytileg eftir aðstæðum hverju sinni. Til dæmis sýnir Foley hvernig formúlur skýra persónu- einkenni við tilteknar aðstæður með því að vekja upp miklu stærra samhengi úr hefðinni þannig að formúlan minnir á og kallar fram allar hliðstæðar aðstæður sem áheyrendur þekkja úr öðrum sögum og kvæðum (hann notar metonymic þegar þær standa fyrir e-ð annað og meira utan við þann texta sem þær birtast í hverju sinni). I framhaldi af þessari listrænu formúlunotkun talar Foley um Flómerskviður, sem eru runnar frá munnlegri hefð, og veltir upp þeirri spurningu hvort fastmótaðar kenningar, eins og við þekkjum úr dróttkvæðunum, geti verið til marks um framsýni höfundar hverju sinni, þ.e. hvort þær eigi aðeins við á tilteknum stöðum í verki eða geti staðið hvar sem er. í okkar fornu kvæðahefð mætti t.d. spyrja hvort það sé bundið við ákveðna gerð af sögum að kenna Þór sem skelfi jötna eða hvort fastmótaðar kenningar af því tagi eigi alls staðar jafn vel við, t.d. um Þór í árdaga, áður en hann hefur hrellt nokkurn einasta jötun. I ljósi þessarar spurningar reynir Foley að sætta þá sem leita fagurfræðinnar í einstökum orðasamböndum við hugmyndina um að hefðbundið orðfæri geti jafnframt verið listrænt og úthugsað þó að ekki megi leggja of niiklu áherslu á höfundarvitundina. Á þessu sviði gætu forníslenskufræðingar lagt margt til málanna um kenningar dróttkvæða og það samhengi sem þær vekja í hugum áheyrenda. Aðstaða okkar er að því leyti einstök að við höfum Snorra-Eddu og málskrúðsfræði Ólafs hvítaskálds sem eru kennslurit í hefðbundnu skáldskaparmáli og sýna okkur hvernig hægt er að mynda nýjar en þó hefðbundnar kenningar á þekktum grunni. Dróttkvæði ættu því að henta ágætlega í umræðunni. Þau eru flókinn, listrænn skáldskapur sem hefur mótast á munnlegu stigi, byggir á þekkingu áheyrenda á hefðinni og er jafnframt skýrður af rithöfundum sem tóku þátt í og voru hluti af þeirri sömu hefð. I hefðbundinni málnotkun skiptir orðabókarmerking orða oft minna máli en tengsl orðasambanda eða kenninga við alla hefðina. Aðrir munnmenntafræðingar, t.d. Walter J. Ong, hafa bent á að fólk veit ekki alltaf hvað einstök orð merkja í föstum orðasamböndum/kenningum því að minnsta merkingarbæra einingin er í raun allt orðasambandið. Til að skilja slík sambönd er því vænlegra að athuga til hvaða sagna og aðstæðna þau vísa fremur en að greina einstök orð og orðhluta og leita síðan að merkingu þeirra hvers um sig. Parry sýndi einnig fram á að nafnorðasambönd í Hómerskviðum voru ólík hvert öðru þannig að aðeins eitt þeirra kom til greina við tilteknar bragfræðilegar aðstæður. Sagnasöngvarar Parrys og Lords nota hins vegar nafnorðasambönd aðeins við ákveðnar bragfræðilegar aðstæður, þ.e. í s.hl. línu, og því verður að vera vakandi fyrir ólíkum aðferðum þessara hefða og reyna að greina hvora þeirra fyrir sig. Þá eru formúlurnar lýsandi, merkingarbærar einingar en ekki fastmótaðar grunneiningar sem kvæði eru smíðuð úr. Og til marks um það sýnir Foley hvernig sams konar eða líkt orðalag í Bjólfskviðu kallar fram hugmynd um tiltekið samhengi í huga áheyrenda og vekur þeim hroll vegna þeirrar vísunar í hliðstæður annars staðar í kvæðinu, sem orðin bera með sér. Sama á við um fastmótaða frásagnarliði sem vekja upp hugsun um skyldar eða svipaðar aðstæður í vitund áheyrenda. Þannig er h<egt að nálgast list munnlegra/hefðbundinna verka með þvíað gera sér grein fyrir því að hefðbundin bygging býr yfir hefðbundinni merkingu. Sérhvert atriði í texta verður þá ekki skilið eingöngu út frá því eina samhengi sem það er í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268
Blaðsíða 269
Blaðsíða 270
Blaðsíða 271
Blaðsíða 272
Blaðsíða 273
Blaðsíða 274
Blaðsíða 275
Blaðsíða 276
Blaðsíða 277
Blaðsíða 278
Blaðsíða 279
Blaðsíða 280
Blaðsíða 281
Blaðsíða 282
Blaðsíða 283
Blaðsíða 284
Blaðsíða 285
Blaðsíða 286
Blaðsíða 287
Blaðsíða 288
Blaðsíða 289
Blaðsíða 290
Blaðsíða 291
Blaðsíða 292
Blaðsíða 293
Blaðsíða 294
Blaðsíða 295
Blaðsíða 296
Blaðsíða 297
Blaðsíða 298
Blaðsíða 299
Blaðsíða 300
Blaðsíða 301
Blaðsíða 302
Blaðsíða 303
Blaðsíða 304
Blaðsíða 305
Blaðsíða 306
Blaðsíða 307
Blaðsíða 308

x

Skáldskaparmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skáldskaparmál
https://timarit.is/publication/1141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.