Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 297
Um bcekur
295
Annað mikilvægt atriði er að gera sér grein fyrir því að formúlurnar eru miklu
fjölbreytilegri en í fyrstu skilgreiningu hjá Parry, ogþemun eða frásagnarliðirnir ekki
síður. Formúlur og þemu eru því ekki einföld tæki heldur margbreytileg eftir
aðstæðum hverju sinni. Til dæmis sýnir Foley hvernig formúlur skýra persónu-
einkenni við tilteknar aðstæður með því að vekja upp miklu stærra samhengi úr
hefðinni þannig að formúlan minnir á og kallar fram allar hliðstæðar aðstæður sem
áheyrendur þekkja úr öðrum sögum og kvæðum (hann notar metonymic þegar þær
standa fyrir e-ð annað og meira utan við þann texta sem þær birtast í hverju sinni).
I framhaldi af þessari listrænu formúlunotkun talar Foley um Flómerskviður, sem
eru runnar frá munnlegri hefð, og veltir upp þeirri spurningu hvort fastmótaðar
kenningar, eins og við þekkjum úr dróttkvæðunum, geti verið til marks um framsýni
höfundar hverju sinni, þ.e. hvort þær eigi aðeins við á tilteknum stöðum í verki eða
geti staðið hvar sem er. í okkar fornu kvæðahefð mætti t.d. spyrja hvort það sé
bundið við ákveðna gerð af sögum að kenna Þór sem skelfi jötna eða hvort
fastmótaðar kenningar af því tagi eigi alls staðar jafn vel við, t.d. um Þór í árdaga,
áður en hann hefur hrellt nokkurn einasta jötun. I ljósi þessarar spurningar reynir
Foley að sætta þá sem leita fagurfræðinnar í einstökum orðasamböndum við
hugmyndina um að hefðbundið orðfæri geti jafnframt verið listrænt og úthugsað þó
að ekki megi leggja of niiklu áherslu á höfundarvitundina. Á þessu sviði gætu
forníslenskufræðingar lagt margt til málanna um kenningar dróttkvæða og það
samhengi sem þær vekja í hugum áheyrenda. Aðstaða okkar er að því leyti einstök að
við höfum Snorra-Eddu og málskrúðsfræði Ólafs hvítaskálds sem eru kennslurit í
hefðbundnu skáldskaparmáli og sýna okkur hvernig hægt er að mynda nýjar en þó
hefðbundnar kenningar á þekktum grunni. Dróttkvæði ættu því að henta ágætlega í
umræðunni. Þau eru flókinn, listrænn skáldskapur sem hefur mótast á munnlegu
stigi, byggir á þekkingu áheyrenda á hefðinni og er jafnframt skýrður af rithöfundum
sem tóku þátt í og voru hluti af þeirri sömu hefð.
I hefðbundinni málnotkun skiptir orðabókarmerking orða oft minna máli en
tengsl orðasambanda eða kenninga við alla hefðina. Aðrir munnmenntafræðingar,
t.d. Walter J. Ong, hafa bent á að fólk veit ekki alltaf hvað einstök orð merkja í
föstum orðasamböndum/kenningum því að minnsta merkingarbæra einingin er í
raun allt orðasambandið. Til að skilja slík sambönd er því vænlegra að athuga til
hvaða sagna og aðstæðna þau vísa fremur en að greina einstök orð og orðhluta og
leita síðan að merkingu þeirra hvers um sig. Parry sýndi einnig fram á að
nafnorðasambönd í Hómerskviðum voru ólík hvert öðru þannig að aðeins eitt
þeirra kom til greina við tilteknar bragfræðilegar aðstæður. Sagnasöngvarar Parrys og
Lords nota hins vegar nafnorðasambönd aðeins við ákveðnar bragfræðilegar
aðstæður, þ.e. í s.hl. línu, og því verður að vera vakandi fyrir ólíkum aðferðum
þessara hefða og reyna að greina hvora þeirra fyrir sig.
Þá eru formúlurnar lýsandi, merkingarbærar einingar en ekki fastmótaðar
grunneiningar sem kvæði eru smíðuð úr. Og til marks um það sýnir Foley hvernig
sams konar eða líkt orðalag í Bjólfskviðu kallar fram hugmynd um tiltekið samhengi
í huga áheyrenda og vekur þeim hroll vegna þeirrar vísunar í hliðstæður annars
staðar í kvæðinu, sem orðin bera með sér. Sama á við um fastmótaða frásagnarliði
sem vekja upp hugsun um skyldar eða svipaðar aðstæður í vitund áheyrenda.
Þannig er h<egt að nálgast list munnlegra/hefðbundinna verka með þvíað gera sér
grein fyrir því að hefðbundin bygging býr yfir hefðbundinni merkingu. Sérhvert
atriði í texta verður þá ekki skilið eingöngu út frá því eina samhengi sem það er í