Skáldskaparmál - 01.01.1992, Blaðsíða 164

Skáldskaparmál - 01.01.1992, Blaðsíða 164
162 Hermann Pdlsson vanda á hendur að kenna ungum skáldum hvernig ætti að yrkja. Sturla Þórðarson lætur þess sérstaklega getið í Islendinga sögu (284) að Snorra „líkaði [...] illa spott það er Sunnlendingar höfðu gert af kvæðum hans“ en getur þó ekki stillt sig um að herma eina af þeim vísum sem kveðnar voru í Stafholti sumarið eftir heimkomu Snorra um fundinn á Breiðabólstað (17. júní 1221), en í henni er sverðinu Grásíðu lýst með svofelldum orðum: „Hvöss var hún heldur að kyssa. / Harðmúlaður var Skúli.“16 VII Nú víkur sögunni enn til Snorra Sturlusonar sem dvaldist með Skúla jarli veturinn 1218-19. „En um sumarið eftir fór hann austur á Gautland á fund Áskels lögmanns og frú Kristínar, er átt hafði áður Hákon galinn. Snorri hafði ort um hana kvæði það er Andvaka heitir fyrir Hákon jarl að bæn hans. Og tók hún sæmilega við Snorra og veitti honum margar gjafir sæmilegar. Hún gaf honum merki það er átt hafði Eiríkur Svíakonungur Knútsson. Það hafði hann þá er hann felldi Sörkvi konung á Gestilsreini." (íslendinga saga, 271-72). Þótt hvorki hafi varðveitst tangur né tötur af lofkvæði Snorra um frú Kristínu, þá leynir sér ekki í frásögn Sturlu frænda hans að förin til Gautalands hefur verið hin glæsilegasta, enda mun Snorri hafa kunnað að meta þær viðtökur sem hann hlaut þar eystra. Um Gautlandsför Snorra sumarið 1219 eru engar aðrar heimildir en frásögn sú sem nú hefur verið nefnd, en þó þykir mér fýsilegt að gera ráð fyrir því að Stjörnu-Odda draumur kunni að hafa verið ortur í háðs skyni um þetta ævintýri Snorra. Nafnhetjan var uppi á tólftu öld, fróðasti stjarnfræðingur þjóðarinnar um langan aldur, enda drepur þátturinn snögglega á kunnáttu Odda: „Hann var rímkænn maður svo að engi maður var hans maki honum samtíða á öllu Islandi og að mörgu var hann annars vitur.“ (2231).17 Þó gegnir hann öðrum hlutverkum í þættinum en títt er um 16 Engum kemur á óvart þótt harðmúlaður jarl hafi ekki þótt kyssilegur og Grásíða, hið hvassa vopn Gísla Súrssonar, mun ekki hafa veitt neinum mjúka kossa. En sömu hugmyndar virðist gæta í ummælum Sighvats sem hermd eru rétt á eftir. Snorri Sturluson er í Stafholti þegar Grásíðu-vísan er kveðin þar. Sighvatur heimsækir bróður sinn á heimleið frá fundinum á Breiðabólstað, og þegar hann kemur vestur í Dali spyrja vinir hans hversu farið hefði með þeim bræðrum. „En Sighvatur segir að Snorri hefði öxi reidda um öxl, svo hvassa að hann ætlaði að hvatvetna myndi bíta, þá er þeir fundust. ‘Síðan tók eg hein úr pússi mínum og reið eg í eggina svo að öxin var svo slæ að hló á móti mér áður við skildum.’" Oxin blíðkast og hýrnar svo mikið við að missa biturleikann að hún hlær við. 17 Um Stjörnu-Odda hefur Þorkell Þorkelsson skrifað grein í Skírni 1926, 45-65. Sjá einnig N. Beckmann í inngangi að Alfraði íslenzk II (Kh. 1914-16), xxiv o. áfr. í rímtali (sama rit, 48-9) segir á þessa lund: „Svo taldi Stjörnu-Oddi er glöggvastur var í allri tölu um himintungla göngu hve bar að sýn allra þeirra manna er á landi voru hafi verið að þá er hlaupár hafi verið um vor [...].“ I formála að rími er bent á kynni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268
Blaðsíða 269
Blaðsíða 270
Blaðsíða 271
Blaðsíða 272
Blaðsíða 273
Blaðsíða 274
Blaðsíða 275
Blaðsíða 276
Blaðsíða 277
Blaðsíða 278
Blaðsíða 279
Blaðsíða 280
Blaðsíða 281
Blaðsíða 282
Blaðsíða 283
Blaðsíða 284
Blaðsíða 285
Blaðsíða 286
Blaðsíða 287
Blaðsíða 288
Blaðsíða 289
Blaðsíða 290
Blaðsíða 291
Blaðsíða 292
Blaðsíða 293
Blaðsíða 294
Blaðsíða 295
Blaðsíða 296
Blaðsíða 297
Blaðsíða 298
Blaðsíða 299
Blaðsíða 300
Blaðsíða 301
Blaðsíða 302
Blaðsíða 303
Blaðsíða 304
Blaðsíða 305
Blaðsíða 306
Blaðsíða 307
Blaðsíða 308

x

Skáldskaparmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skáldskaparmál
https://timarit.is/publication/1141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.