Skáldskaparmál - 01.01.1992, Síða 164
162
Hermann Pdlsson
vanda á hendur að kenna ungum skáldum hvernig ætti að yrkja. Sturla
Þórðarson lætur þess sérstaklega getið í Islendinga sögu (284) að Snorra
„líkaði [...] illa spott það er Sunnlendingar höfðu gert af kvæðum hans“ en
getur þó ekki stillt sig um að herma eina af þeim vísum sem kveðnar voru í
Stafholti sumarið eftir heimkomu Snorra um fundinn á Breiðabólstað (17.
júní 1221), en í henni er sverðinu Grásíðu lýst með svofelldum orðum:
„Hvöss var hún heldur að kyssa. / Harðmúlaður var Skúli.“16
VII
Nú víkur sögunni enn til Snorra Sturlusonar sem dvaldist með Skúla jarli
veturinn 1218-19. „En um sumarið eftir fór hann austur á Gautland á fund
Áskels lögmanns og frú Kristínar, er átt hafði áður Hákon galinn. Snorri
hafði ort um hana kvæði það er Andvaka heitir fyrir Hákon jarl að bæn
hans. Og tók hún sæmilega við Snorra og veitti honum margar gjafir
sæmilegar. Hún gaf honum merki það er átt hafði Eiríkur Svíakonungur
Knútsson. Það hafði hann þá er hann felldi Sörkvi konung á Gestilsreini."
(íslendinga saga, 271-72). Þótt hvorki hafi varðveitst tangur né tötur af
lofkvæði Snorra um frú Kristínu, þá leynir sér ekki í frásögn Sturlu frænda
hans að förin til Gautalands hefur verið hin glæsilegasta, enda mun Snorri
hafa kunnað að meta þær viðtökur sem hann hlaut þar eystra.
Um Gautlandsför Snorra sumarið 1219 eru engar aðrar heimildir en
frásögn sú sem nú hefur verið nefnd, en þó þykir mér fýsilegt að gera ráð
fyrir því að Stjörnu-Odda draumur kunni að hafa verið ortur í háðs skyni
um þetta ævintýri Snorra. Nafnhetjan var uppi á tólftu öld, fróðasti
stjarnfræðingur þjóðarinnar um langan aldur, enda drepur þátturinn
snögglega á kunnáttu Odda: „Hann var rímkænn maður svo að engi maður
var hans maki honum samtíða á öllu Islandi og að mörgu var hann annars
vitur.“ (2231).17 Þó gegnir hann öðrum hlutverkum í þættinum en títt er um
16 Engum kemur á óvart þótt harðmúlaður jarl hafi ekki þótt kyssilegur og Grásíða, hið
hvassa vopn Gísla Súrssonar, mun ekki hafa veitt neinum mjúka kossa. En sömu
hugmyndar virðist gæta í ummælum Sighvats sem hermd eru rétt á eftir. Snorri
Sturluson er í Stafholti þegar Grásíðu-vísan er kveðin þar. Sighvatur heimsækir
bróður sinn á heimleið frá fundinum á Breiðabólstað, og þegar hann kemur vestur í
Dali spyrja vinir hans hversu farið hefði með þeim bræðrum. „En Sighvatur segir að
Snorri hefði öxi reidda um öxl, svo hvassa að hann ætlaði að hvatvetna myndi bíta, þá
er þeir fundust. ‘Síðan tók eg hein úr pússi mínum og reið eg í eggina svo að öxin var
svo slæ að hló á móti mér áður við skildum.’" Oxin blíðkast og hýrnar svo mikið við
að missa biturleikann að hún hlær við.
17 Um Stjörnu-Odda hefur Þorkell Þorkelsson skrifað grein í Skírni 1926, 45-65. Sjá
einnig N. Beckmann í inngangi að Alfraði íslenzk II (Kh. 1914-16), xxiv o. áfr. í
rímtali (sama rit, 48-9) segir á þessa lund: „Svo taldi Stjörnu-Oddi er glöggvastur var
í allri tölu um himintungla göngu hve bar að sýn allra þeirra manna er á landi voru
hafi verið að þá er hlaupár hafi verið um vor [...].“ I formála að rími er bent á kynni