Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 283
Sigurdur Sigurmundsson íHvítárholti: Sköpun Njálssögu, 1989.
FRANKLÍN ÞÓRÐARSON
Fyrir jólin 1989 kom út lítil bók eftir Sigurð Sigurmundsson í Hvítárholti sem hann
nefnir Sköpun Njálssögu. Bókin skiptist í tvo meginhluta. Fjallar sá fyrri um ævi og
störf Þorvarðs Þórarinssonar en seinni hlutinn um þau rök sem ýmsir, þar á meðal
Sigurður, telja sig hafa fyrir því að Þorvarður Þórarinsson sé höfundur Njálssögu.
Bæði efni og höfundur bókarinnar vakti forvitni mína en því miður hafði ég ekki
lengi lesið þegar ég varð fyrir miklum vonbrigðum því svo frjálslega fer Sigurður
með sumar heimildir, og annars staðar beinlínis rangt, að mann setur hljóðan og
skilur ekki hvað höfundi gengur til. Eitt er að vinna þannig úr sögu Þorvarðs að
hlutur hans batni en annað að breyta efni íslandssögunnar.
Hér verður fjallað um fyrri hluta bókarinnar sem ber heitið Goðinn frá Valþjófs-
stöðum. Strax í öðrum kapítula þáttarins, þar sem Sigurður segir frá brúðkaupi þeirra
bræðra Þorvarðs og Odds Þórarinssona, kemur eftirfarandi klausa: „Þórður
Sighvatsson hafði með yfirgangi og ofbeldi rekið þá bræður úr landi, Filipus á Hvoli
og Harald í Odda. Þeir fóru þá með goðorð Oddaverja og voru tregir til að ganga
Þórði á hönd. Hálfdan bóndi á Keldum var bróðir þeirra. En Steinvör systir Þórðar,
húsfreyja á Keldum, eggjaði mann sinn óspart til liðveislu við Þórð gegn hans eigin
bræðrum. Er í frásögur fært, að hún hafi boðið honum að hertygjast sjálf og berjast,
en hann tæki þá aftur við búrlyklunum." (10)
Þetta er alrangt, þessi frásögn í Sturlungu um eggjun Steinvarar er þegar Þórður
kemur heim frá Noregi 1242 og biður Hálfdan mág sinn um liðveislu til að ná aftur
eignum föður síns og bræðra úr höndum Kolbeins unga og Gissurar Þorvaldssonar.
En Hálfdan, sem var friðsamur bóndi og stórvitur maður eins og nærri má geta um
Oddaverja, vildi fara að öllu með gát gegn svo miklu ofurefli, og svaraði málæði
konu sinnar þeim hógværu orðum að „muni hér fleira við þurfa en ákafa einn
saman." (464) Hins vegar reyndist Hálfdan Þórði hinn traustasti bandamaður þótt
ekki tæki hann þátt í orustum þeim sem Þórður háði.
Nú þarf ekki orðum um það að eyða að Þórður kakali varð á næstu árum einn af
mestu valdamönnum landsins og þegar svo var komið brá hann sér til Noregs til
fundar við Hákon konung. Hann kemur síðan aftur með konungs tilskipan sem
æðsti maður íslands og á nú að fullkomna yfirráð Noregskonungs yfir íslandi, meðal
annars með því að senda eða reka utan þá höfðingja sem ekki voru komnir á mála hjá
kóngi. En þar voru einmitt fremstir þeir Oddaverjar sem auk þess voru gamlir
andstæðingar Noregskonungs síðan í kaupmannadeilunum og drápi Orms
Jónssonar. En það er önnur saga.
Nú er ekki að orðlengja það að Þórður kom þeim Haraldi og Filipusi utan með
hinni mestu hörku en það er athyglisvert að í því máli er Hálfdanar að engu getið,
hvort hann var með eða móti utanferð bræðra sinna eða reyndi að hafa áhrif á Þórð,
því síður að Steinvör legði þar nokkuð til mála. Það er því víðs fjarri sannleikanum
að Steinvör hafi eggjað mann sinn til liðveislu við Þórð gegn sínum eigin bræðrum.
Víkjum þá að keyrishögginu fræga en um þann atburð fer Sigurður mörgum orðum
og telur hann raunar upphaf hinna sorglegu örlaga Odds Þórarinssonar. Sigurði
farast svo orð um það: „I aðförum Þórðar kakala að þeim Sæmundarsonum, Filipusi