Skáldskaparmál - 01.01.1997, Qupperneq 10
8 Jacques le Goff
nefnd nokkur ímynduð eða raunveruleg samfélög sem byggja á ákveðinni hugsjón
um einstaklinginn?
Raunar er tæpast hægt að tala um einstakling eða einstaklingshyggju í vestræn-
um samfélögum fyrr en kemur fram á nítjándu og tuttugustu öld, en gott er að
miða við stjórnarskrá Bandaríkja Norður-Ameríku og frönsku byltinguna, þegar
kemur að því að skilgreina þetta fyrirbæri sem er þó afurð langrar, flókinnar og
oft á tíðum ósýnilegrar þróunar. Samt sem áður má segja að skipst hafi á - og það
vafalaust frá örófi alda en í búningi mismunandi hugmynda — tímabil þar sem
meiri áhersla var lögð á einstaklinginn og sérkenni hans og svo önnur þar sem
áhuginn á honum dofnaði eða varð að engu. Ef einhver saga er brotin og
margslungin þá er það án efa saga hugmyndarinnar um einstaklinginn og stöðu
hans.
Þá má og nefna ýmsar afurðir sögunnar sem einmitt þjóna þeim tilgangi að
varðveita minningu einstaklinga og má túlka sem merki um aukinn áhuga og
meiri áherslu á einstaklinginn: þetta á við um sjálfsævisöguna en einnig um
andlitsmyndina. Þó nokkrir sagnfræðingar, og ekki af verri endanum, hafa á
síðustu árum haldið því fram að tímabilið skömmu fyrir ævi Loðvíks helga, og
jafnvel ævidagar hans, hafi einmitt verið skeið þar sem einstaklingshugmyndinni
óx fiskur um hrygg.
Englendingurinn Walter Ullmann, sem er sérfróður um sögu laga og stofnana
kirkjunnar, telur í bók sinni The Individual and Society in the Middle Ages
(Einstaklingur og samfélag á miðöldum) frá 1966 að hugmynd miðaldanna um
einstaklinginn sem þegn (subjecl) hafi farið að þróast í átt að hugmyndinni um
einstaklinginn sem borgara (citizen), þegar um miðbik miðalda, jafnvel þótt hún
hafi ekki mótast að fullu fyrr en undir lok 18. aldar. Hann taldi að í kristnu
samfélagi miðalda hefðu tvær hugmyndir komið í veg fyrir að einstaklingshug-
takið næði fullum þroska, annars vegar hugmyndin um að lögin væru öllu æðri
og hins vegar sú hugmynd að samfélagið væri ein lífræn heild. Fyrri hugmyndin
felur í sér samfélag stigveldis og misréttis, þar sem einstaklingurinn er ávallt
ofurseldur æðra valdi og þarf að hlýðnast yfirvaldi sem framfylgir lögunum.
Meirihlutaregla, sem gæfi öllum einstaklingum jafn mikið gildi, var ekki til,
heldur réð sanior pars, sá minnihluti sem var „heilbrigðastur“ eða „bestur“, yfir
þeim sem voru „verri“. Einstaklingurinn var ekkert annað en þegn (subjectus,
undirsáti). Walter Ullmann bendir á að ein afleiðingin af þessu sé hve sagnaritun
miðalda sé ópersónuleg á okkar mælikvarða.3
Seinni hugmyndin er ættuð frá Páli postula en var endurvakin á 12. öld af
Jóhannesi frá Salisbury. Hann leit svo á að samfélagið væri eins og maðurinn og
að eftir höfðinu (eða hjartanu) skyldu limirnir dansa. Samkvæmt þessari hug-
mynd runnu einstaklingarnir saman við þá þjóðfélagshópa sem þeir tilheyrðu:
reglu eða samfélagsstöðu (ordo, status), sóknina, gildið, og brátt þjóðríkið sem var
þá að mótast.
3 W. Ullmann, The Individual and Society in the Middle Ages, p. 45.