Skáldskaparmál - 01.01.1997, Page 11
Loðvík helgi sem emstaklingur ogfyrirmynd,
9
Walter Ullmann gefur einnig þriðju ástæðuna fyrir því að einstaklingshug-
myndin dafnar í Evrópu á miðöldum, en það er „húmanisminn“, sem hann nefnir
svo. Þar á hann við samstíga þróun á ólíkum en mjög þýðingarmiklum sviðum
hugsunar, viðhorfa og hegðunar: heimspekilegur ogguðfræðilegur undirbúningur
undir aristótelíska heimspeki, upphaf bókmennta á þjóðtungum, tilkomu „nat-
úralisma“ í hinum ýmsu greinum myndlistar, auk manngildisstefnu Dantes,
stjórnspeki Marsílíusar frá Padóvu, og lögspeki Bartolos frá Sassoferrato. Vanga-
veltur hans leiða okkur langt út fyrir æviskeið Loðvíks helga, en aftur á móti
stjórnar hann ríki sínu einmitt á því skeiði sem Ullmann telur að hafi haft
úrslitaáhrif á að einstaldingurinn sem þegn gat breyst í einstakling sem borgara.
„Sagnfræðin hefur loks viðurkennt að á Vesturlöndum sé það í kringum aldamótin
1200 sem sáð er fræjum stjórnskipunarhugmynda sem síðar urðu ofan á og að þá
komi einstaklingurinn, eins og við þekkjum hann fram.“4 Og jafnframt, eins og
einkum kemur fram í bókmenntum á þjóðtungunum, eiga sér þá stað mikil
umskipti í hugarfari og hugsunarhætti sem leiða til breytinga á hugmyndum um
einstaklinginn: „A fyrri hluta miðalda var það memento mori (mundu að þú deyrð)
sem gaf tóninn í bókmenntunum, en frá og með lokum 12. aldar var það memento
vivere (mundu að lifa). I stað gamla uppgjafartónsins og flóttans frá heiminum
inn í eilífðina kom ný gleði yfir því að lifa, bjartsýn hvatning til mannsins um að
nota hæfileika sína til að njóta jarðneskrar tilveru sinnar til hins ýtrasta.‘° I þessu
sambandi er vert að minnast hinna sérkennilegu orða Loðvíks helga þegar hann
sagði: „Enginn elskar lífið meira en ég.“6 En hann var einnig undir áhrifum frá
þessum „flutningi verðmætanna frá himnum til jarðar.“7 Loðvík helgi siglir á milli
jarðlífsins, sem hefur fengið nýtt og einstakt gildi, og hins sameiginlega himnaríkis
þar sem dýrlingarnir safnast saman í návist Guðs.
Annar breskur sagnfræðingur, Colin Morris, gengur enn lengra. Hann telur
forna menningu Grikkja og Rómverja að vísu vera eina af líklegri uppsprettum
einstaklingshugtaksins, auk þess sem hann leggur áherslu á kristinn uppruna þess,
en hins vegar telur hann að á miðöldum hafi átt sér stað sannkölluð „uppgötvun
einstaklingsins“, eins og bók hans heitir raunar.s Það er einnig frumlegt hjá Morris
að gera ráð fyrir því að þróunin hafi hafist fyrr, þ.e. um miðbik 11. aldar, enda
miðast rannsókn hans við tímabilið frá 1050 til 1200. En 12. öld er mikilvægust
í huga hans og þótt hann bendi á að þá sé ekki til neitt orð yfir einstakling, þar
sem notkun orðanna individuum, individualisog singidarissé einskorðuð við hið
þrönga svið rökfræðinnar á þessum tíma, þá leggur hann samt áherslu á „leitina
^ Sama rit, bls. 69.
5 Sama rit, bls. 109.
6 Haft eftir Joinville.
7 Sjá grein mína um þetta efni sem birtist (á rússnesku) í tímaritinu Ulysse, 1992.
8 Colin Morris, The Discovery ofthe Individual 1050-1200, London, SPCK, 1972. Morris hefur
aukið við röksemdafærsluna í bók sinni með greininni „Individualism in XlIIth Century
Religion: Some Further Reflexions“, Journal of Ecclesiastical History, 31, 1980, bls. 195-206.
Sjá einnig nýlega bók A.J. Gurjewitsch, DasIndividuum im europaischen Mittelalter, Miinchen,
Beck, 1994.