Skáldskaparmál - 01.01.1997, Síða 13
Loðvík helgi sem einstaklingur ogfyrirmynd
11
orðum að hinu einstaka) á þessum tímum, hafi áherslan verið lögð á heildina, en
ekki hluta hennar, eða universitas. En hann lýkur hinni merku bók sinni um
Hugsunarhœtti miðaldamenningar (Categories of Medieval Culture, 1972 (ensk
þýðing 1985)) á kafla sem hann nefnir „I leit að persónuleikanum“.
Samkvæmt honum er það fremur „persónuleikinn“ en „einstaklingurinn“ sem
er að reyna að brjótast fram á miðöldum. Hugtakið persona sem var fyrst notað
yfir leikhúsgrímu í rómverska menningarheiminum, var tekið upp í lögspeki sem
heiti á persónuleikanum. En lénsskipulagið kom lengi vel í veg fyrir sjálfstæði
einstaklingsins. Hugsunin lokaði hann inni í hinu altæka, og í veruleika samfé-
lagsins var hann ofurseldur þeim samfélagshópi sem hann tilheyrði. Þó voru á 13.
öld mörkuð þáttaskil þar sem fram komu „einkenni þess að mannveran ætlaðist
meira og meira til þess að hún væri viðurkennd“.
Gurjewitsch hefur síðan tekið enn dýpra í árinni og haldið því fram að á
miðöldum komi ekki aðeins fram hin siðræna persóna, heldur einnig einstakling-
urinn í okkar skilningi. Hann byggir skoðun sína á athugunum á frásögnum af
ferðum í annan heim, en hann segir þessar frásagnir benda til þess að hugmyndir
um æviferil einstaklings sem „örlagasögu sálar“ og að hver einstakur persónuleiki
hafi náð endanlegum þroska þegar kveðinn er upp dómur yfir honum við andlát
hans, hafi verið komnar fram þegar á 8. öld kristninnar.12
Allar þessar hugmyndir hafa hlotið misjafnar undirtektir. Fyrst skal nefna
bandaríska sagnfræðinginn, Caroline Bynum, sem stakk upp á því að gera
greinarmun á einstaklingnum (the individuat), en eins og þegar hefur verið nefnt,
þá var ekkert eiginlegt orð yfir hann til á miðöldum, og sjálfinu (selfi sem svaraði
til orðanna sál (anima), sjáfur {seipsum), innri maður {homo interior).12
Að mati Bynum, réðu miðaldirnar, jafnvel eftir 12. öldina, ekki yfir einstakl-
ingshugtaki sem gerði ráð fyrir því að maðurinn væri einstakur og aðgreinanlegur
(og aðgreindur) frá hópnum sem hann tilheyrði. Að hennar sögn er það hinn innri
maðureða sjálfið sem menn uppgötva eða enduruppgötva á 12. og 13. öld. En
þetta sjálf er ekki til utan hópsins sem það tilheyrir. Nýmæli 12. og 13. aldar er
að hafa byggt hugmyndir um fjölmarga aðgreinda þjóðfélagshópa ofan á gömlu
12 A.J. Gurjewitsch, „Conscience individuelle et image de l’au-delá au Moyen Age“, Annales,
Économies, Sociétés, Civilisations, 1982, bls. 255-275. Sama grein birtist síðar undir heitinu
„Perceptions of the Individual and the Hereafter in the Middle Ages“ í HistoricalAnthropology
of the Middle Ages, Polity Press, 1992, bls. 65-89. Ég ræði þessa hugmynd síðar.
13 Caroline Bynum, „Did the Xllth centuty discover the individual?“, Journal of Ecclesiastical
History, 31, 1980, bls. 1-17. Sjá um tilkomu einstaklingsins á 12. og 13. öld: J. Benton, Self
and Society in Medieval France. The Memoirs of Abbot Guivert ofNogent, New York, Harper
Torchbooks, 1970, Individualism and Conformity in Classical Islam, ritstj. A. Banani og S.
Vryonis Jr., Wiesbaden, 1977, bls. 148-158. Einnig J. Benton, „Consciousness of Self and
Perceptions of Personality““, Culture, Power and Personality in Medieval France, ritstj. Th.N.
Bisson, London, 1991. Sjá einnig mjög athyglisverða grein Peter Brown, „Society and the
Supernatural: A Medieval Change“, Daedalus, 104,1975. Að lokumskal nefna tværbókmennta-
sögulegar athuganir: P. Dronke, Poetic Individuality in the Middle Ages, Oxford, 1970 og R.W.
Hanning, The Individual in Twelfth Century Romance, New Haven, 1977. Ráðstefna sem bar
lieitið Individuum und Individualitat im Mittelalter var haldin við Thomas-Institut Kölnarhá-
skóla í september 1994.