Skáldskaparmál - 01.01.1997, Page 15
13
Loðvík helgi sem einstaklingur ogfyrirmynd
trúarhugmynda og hefða, eins og Caroline Bynum gerir, heldur með því að taka
mið af samhliða þróun sem hefst á 12. og 13. öld, og felur m.a. í sér vaxandi
sjálfsævisöguritun; aukna áherslu á hinn innri mann í siðferðislífmu; breytingar
á vitsmunalífi þar sem minna er lagt upp úr tilvitnunum í spakvitra menn úr
fortíðinni (auctoritas), en meiri gaumur er gefinn að rökum (rationes); auk þeirra
umbreytinga í tilfinningalífinu og trúarlífmu sem einkum má greina í tengslum
við ástina og dauðann.11
Nú get ég því snúið mér að einstaklingnum Loðvíki helga, eins og mér sýnist
hann birtast í heimildum, sem sýna að mynd hans er felld að fyrirmyndum og
fyrirframgefnum hugmyndum. Ur ævisögu hans má lesa einskonar sjálfsævisögu
konungsins; úr innra lífi hans persónu; úr orðum sem höfð eru eftir honum
einstakling sem gerir grein fyrir persónulegum ástæðum sínum; af tilfmningaleg-
um viðbrögðum hans og viðhorfum til dauðans má gera sér í hugarlund sérstakan
kristinn konung, sem ég held að ég geti nálgast — ekki í gegnum skáldskap, ekki
sem blekkingu, heldur sem sögulegan raunveruleika.
En segjum sem svo að einstaklingshugmyndin sé öðruvísi á 13. öld en eftir
frönsku byltinguna, og að það sem kemur fram frá og með 12. öldinni sé sjálfið
sem er talið jafngilda hinum innri manni og sem leitin að ásetningi syndarans og
reglubundin játning synda varpar enn skýrara ljósi á. Viðurkennum einnig að þá
sé ekki hægt að segja að einstaklingurinn sé til utan þess hóps sem hann tilheyrir,
eða réttara sagt hann lifir í stöðugri víxlverkun sjálfsins og hópsins. Samt er það
einnig satt að á 13. öldinni heyrist sífellt hærra í þessu sjálfi og að einstaklingar á
þeirri öld birtast okkur sem bland af sjálfi, innri manni og einstaklingi í nútíma-
legri skilningi.
Heilagur Loðvík er „persónulegri“ konungur en fyrirrennarar hans.15 I höfð-
ingjaspeglinum sem hann tileinkar konungi, segir Fransiskanamunkurinn, Gil-
bert frá Tournai, frá handtöku heilags Loðvíks í Egyptalandi, en frásögn þessi er
í senn persónuleg og söguleg í þrengsta skilningi þess orðs. Það merkilega er að
þessi frásögn er sett inn í miðja lýsingu á ópersónulegri fyrirmynd konungsins
sem byggð er á Fimmtu Mósebók. I einni af þeim bókmenntategundum sem
mestrar hylli nutu á 13. öld, dtemisögunni (exemplum) - smásögu sem skotið var
inn í predikanir - og heilagur Loðvík hafði mikið dálæti á, má greina tilhneigingu
til að hampa samtímaviðburðum, sem áttu að hafa gerst „á okkar tímum“ (nostris
temporibus) og vera „sannir", og því ekki auðvelt að gera að fyrirmyndum eða
Jean-Claude Schmitt: ,,„La découverte de l’individu“: une fiction historiographique?“, La
Fabrique, la Figure et la Feinte. Fictions et Statut des Fictions en psychologie, útg. P. Mengal og F.
Parot, París, Vrin, bls. 213—236. Schmitt vitnar einkum til J. Burckhardt, La Civilisation de
lltalie au temps de la Renaissance (\860), París, 1885, 2. hluti: „Þróun einstaklingsins". O. von
Gierke, Deutsches Genossenschaftrecht (1891), þýttað hluta til á frönsku sem Les théoriespolitiques
au Moyen Age, Sirey, París, 1914. Louis Dumont, Essais sur l’individualisme. Une perspective
anthropologique sur l’idéologie modeme, París, Le Seuil, 1983. Ch. Radding, A World Made By
Men: Cognition andSociety 400-1200, Chapel Hill, 1985.
'5 Robert Folz hefur greint mjög vel muninn sem er á milli Kennslubókarinnar sem Loðvík helgi
setti saman og þeirrar sem heilagur Stefán konungur Ungverjalands samdi á 11. öld fyrir son
sinn.