Skáldskaparmál - 01.01.1997, Qupperneq 16
14
Jacques le Gojf
klisjum; viðburðum sem predikarinn eða heimildarmaður hans gat sagt um „ég
sá“ (vidi), „ég hef heyrt þess getið“ (audivi), frekar en „ég las“ (legi).l( Það er
einmitt þannig sem Joinville segir frá heilögum Loðvíki.
Hjá heilögum Frans frá Assisi má greina þessi átök milli einstaklingsins og
fyrirmyndarinnar. Vitaprima (fyrsta helgisagan) eftir Thomas frá Celano dró upp
mynd af honum sem manni ólíkum öllum öðrum (virum dissimilens omnibus, I,
57, 19). Vita secunda (önnur helgisagan) segir aftur á móti að hann „hafi í öllu
reynt að flýja það sem olli því að hann skar sig úr“ (singularitatem in omnibus
fugiens, II, 14, 4). Kirkjan leggst af æ meiri þunga á reglu heilags Frans og því skal
hann líkjast hefðbundnum fyrirmyndum. Greina má að ævisöguritarar heilags
Loðvíks hafi orðið fyrir sams konar þrýstingi, en það er einkum hjá Joinville sem
það kemur ekki í veg fyrir að sterk einstaklingseinkennin rjúfi hina samræmdu
mynd fyrirmyndarkonungsins sem reynt er að fella Loðvík að. En það er vegna
þess að tíðarandinn leyfir það einstaklingurinn, í nútímaskilningi þessa orðs,
gægist upp á yfirborðið.
Sumar tegundir sögulegra gagna og orðræðna leyfa mér að efast að einhverju
leyti um réttmæti skoðana þeirra, sem hafna þeim möguleika að einstaklingurinn
hafi komið fram á 13. öld. Þetta á t.d. við um bókmenntir á þjóðtungum þar sem
má greina, ekki bara tilkomu sjálfs, heldur einnig einhvers sem segir ég. Bók-
menntalegsjálfsvera stígur fram á sjónarsviðið, en það bendir til þess að sjálfsveran
sé almennt að styrkjast. Sú mynd sem Joinville dregur upp afheilögum Loðvíki
má túlka í ljósi þessarar þróunar.1 Þetta kemur einnig fram í breyttum réttarvenj-
um. Það er einmitt á ríkisárum heilags Loðvíks sem gamli hátturinn, þar sem
sekur maður var ekki sóttur til saka nema að einhver ákærði hann, víkur byrir
nýjum aðferðum dómsrannsókna þar sem dómari (vígður maður eða leikmaður)
leitar að traustum rökum til að ákæra grunaðan mann. Sterkasta sönnunin er
játningin, sem fengin er með pyntingum, ef þörf krefur. Arátta kirkjunnar við að
elta uppi villutrúarmenn, ásamt vilja hennar til að dæma aðeins hina seku, og þess
vegna að greina vandlega á milli villutrúarmanna og annarra, gerði það að verkum
að sá ákærði var meðhöndlaður sem einstakt tilfelli. Einnig koma á þessum árum
fram lagaleg hugtök sem greina æ meira hið opinbera svið tilverunnar frá
einkalífmu. Þessi aðgreining er einkar mikilvæg og hún er einnig notuð yfir
konunginn, eins og sjá má hjá Gilberti frá Tournai í Höfðingjaspeglinum, sem hann
tileinkar Loðvíki. Einkalífið heyrir undir hið einstaka, og að hafa einkalíf verður
eitt af því sem einkennir einstaklinginn, að minnsta kosti suma þá einstaklinga
sem valdamestir eru.18 Bætum því loks við að um þetta leyti fer fólk aftur að semja
erfðaskrár, þar sem sá sem arfleiðir fær skýr persónueinkenni.
Breytingin á því hvernig menn gera sér í hugarlund þann heim sem tekur við
að lokinni jarðvist okkar - og þar af leiðandi á viðhorfum og hegðun gagnvart
16 Cl. Brémond, J. Le Goff, J.Cl. Schmitt, L’exemplum, op.cit.
17 Sjá Michel Zink, La Subjectivité littéraire. Autour du si'ecle de Saint Louis, París, 1985.
18 P. Ourliac og J.L. Gazzaniga, Histoire du droit privé jran^ais de l’an Mil au Code civil, París,
Albin Michel, 1985.