Skáldskaparmál - 01.01.1997, Page 18
16
Jacques le Gojf
berjast við sjálfa sig og djöfulinn. Enginn, jafnvel ekki dýrlingur, getur verið
fullkominn í þessari jarðvist og þvi má ekki draga upp of bjarta mynd af honum.
Fyrst og fremst er það þó vegna þess að höfundarnir komast ekki hjá því að byggja
á beinum kynnum sínum af persónuleika þeirra manna sem um er fjallað. Reynsla
þeirra af hinum raunverulega konungi neyðir þá stundum til — að vissu leyti gegn
vilja sínum — að draga upp mynd af hinni raunverulegu persónu en ekki
fyrirmyndarkonungi.
Raunveruleikaáhrifin þurfa þó ekki endilega að skapast vegna frávika frá
fyrirmyndinni heldur geta þau einnig orðið til þegar einhverju atviki eða atriði er
lýst sem virðist ekki geta verið búið til heldur hlýtur að vera ættað úr beinni reynslu
af konungi.
Það kemur fyrir að helgisagnaritarinn, sem einnig hefur verið skriftafaðir
konungs, skjóti inn atriði, sem hann og aðeins hann getur þekkt og gefur mjög
persónubundna hugmynd um hátterni konungs jafnvel þótt það styrki jákvæða
mynd sagnaritarans af honum: „Hann sýndi skriftaföður sínum ávallt mikla
virðingu, og því kom það stundum fyrir, þegar hann var þegar sestur fyrir framan
hann til að skrifta, og ef skriftafaðirinn vildi opna eða loka glugga eða dyrum, að
hann flýtti sér á fætur og lokaði auðmjúklega glugganum fyrir hann . .
Vilhjálmur frá Saint-Pathus segir frá þeim vana Loðvíks að þéra alla, jafnvel
eigið þjónustufólk.23 Að nota ekki hið hefðbundna þú, sem hefði gert þá sem
hann ávarpaði að einslitri hjörð, sýnir að hann bar skynbragð á og virðingu fyrir
reisn einstaklingsins, sem hann taldi njóta sín betur með kurteisisávarpinu þér.
Það eykur enn á þá tilfinningu okkar að við getum nálgast og jafnvel hlustað
á hinn „raunverulega“ Loðvík helga að í sumum heimildum er hann látinn mæla
á frönsku.
Vegur frönskunnar eykst til muna á hans dögum en þá fjölgar t.d. skjölum á
frönsku mikið. Þegar Loðvík gerir út rannsóknarmenn sína, þá eru fyrstu bæna-
skjölin til konungs rituð á latínu. Undir lok ævi hans, eru þau á frönsku. Þegar
konungur ritar með eigin hendi, rétt fyrir 1270, Kennslubók handa elsta syni
sínum og dóttur, þá gerir hann það á frönsku eins og Vilhjálmur frá Nangis bendir
okkur á (manu sua in gallicao scripserai). Einnig biður hann munkinn Prímatus
um franska þýðingu á Króníkum Saint-Denis klausturs. Þótt hann fari aftur að
tala latínu, tungu feðranna, þegar hann liggur banaleguna, þá hefur hann verulega
aukið veg móðurmáls síns, frönskunnar, um daga sína.24 Þegar hann gerir
kraftaverk úr grafhýsi sínu í Saint-Denis klaustri, þá er það til að láta hinn hólpna
mæla á frönsku þeirri sem töluð var í Ile-de-France héraðinu í kringum París, þótt
hann væri frá Búrgúndí.21 Fyrsti Frakkakonungurinn sem við heyrum tala, mælir
á frönsku.26
22 Geoffroy frá Beaulieu, Vie, bls. 16.
23 Guillaume de Saint-Pathus, Vie.
24 Jean Batany, „L’amére maternité du frangais médiéval", Languefrangaise, 54, 1982, bls. 29-39.
23 G. Sivery. Margrét drottning semur bréf sín á latínu fyrir 1270 en eftir það á frönsku.
26 D. O’Connel, Lespropos de Saint-Louis.