Skáldskaparmál - 01.01.1997, Síða 20
18
Jacques le Gojf
Peirescs minnir á áðurnefnda „tilhneigingu til að draga upp mynd af persónuein-
kennum“, sem Roland Recht bendir á að sé til staðar í menningunni í kringum
1300. Lýsingin í biblíuhandritinu sýnir mynd konungsins í samræmi við hina
löngu hefð einstaklingsmynda sem sýnir táknrænar ídeal-týpur, jafnvel í tilfellum
sem þessum, þar sem þeir gegndu sérstakri og raunverulegri valdastöðu.30
A sama hátt og við höfum enga raunverulega andlitsmynd af heilögum Loðvíki,
þá hefur enginn sagnaritari „haft fyrir því að lýsa andlitsdráttum hans“. Þó hefur
ein af helgisögunum um hann, sem var samin að hluta til í því skyni að hægt væri
að lesa upp úr henni í klaustrum eða til að styðjast við í predikunum, og sett var
saman skömmu eftir að hann var tekinn í dýrlingatölu, að geyma þessa athyglis-
verðu lýsingu á honum:
Hann var svo stór að flestir menn náðu honum ekki nema að herðum en fegurð líkama
hans byggði á því hvað hann samsvaraði sér vel. Höfuð hans var hnöttótt, eins og sæmir
aðsetri viskunnar, kyrrð og ró andlitsins gerði ásýnd hans líka engli, afdúfuaugum hans
stafaði fögrum geislum, en ásjóna hans var í senn hvít og björt. Hann varð snemma
hvítur á hár og skegg og boðaði það skjótan innri þroska hans og dýrðlega visku efri
áranna. Ef til vill er óþarfi að lofa þetta, sem aðeins eru einkenni hins ytri manns. Innri
gæðin stafa af heilagleika hans og það eru þau sem skal leitast við að tigna. Það hvatti
til ástar á konunginum, en þó gladdist innri maðurinn, við að líta á ytri ásýnd
konungsins.31
Þessi mynd af konunginum festist fljótlega eftir að hann lést og var tekinn í tölu
heilagra manna. Þetta er ídealíseruð mynd byggð á hefðbundnum hugmyndum
— einkum frá 12. öld - um samræmi milli innri mannsins og hins ytri. Samt er
hún að einhverju leyti studd af því sem samtímamenn sögðu um hann: Joinville
minnist á stærð hans, Samibene frá Parma á dúfuaugun. Og hærur elliáranna
einkenndu einmitt hinn iðrandi syndara síðari hluta ríkisára hans. Það má segja
með sanni að fyrirmynd og raunveruleiki komi saman í heilögum Loðvík, jafnvel
í líkamlegri mynd hans. En ástæða þess að við getum fullyrt að hægt sé að nálgast
hinn sanna „heilagan“ Loðvík er að snemma kemur fram sá ásetningur, fyrst hjá
móður hans, kennurum og síðar honurn sjálfum, að verða holdgervingur hins
kristna konungs. Þar naut hann mikils stuðnings klerka í nánasta umhverfi sínu,
og auk þess var þetta sú mynd sem þegnar hans vildu sjá. Hann var að verulegu
leyti sá fyrirmyndarkonungur sem helgisagnaritarar hans lýsa. I eilítið öðrum
skilningi þó en þeim sem Louis Marin leggur í þessi orð þegar hann segir um
einvaldskonunga 17. aldar að „myndin af konunginum er konungurinn“. I stað
þess að láta persónuleika Loðvíks hverfa á bak við fyrirfram gefnar hugmyndir
um hvernig konungur eigi að vera, þá sýna Höfðingjaspeglarnir og Helgisögurnar
30 Roland Recht, loc. cit., bls 190, kemur vel orðum að stöðu portrettsins um 1300: „tvær ólíkar
hugmyndir um konungsmyndina eru þá til samhliða: önnur byggir á almennri tilhneigingu til
að skynja í gegnum frummyndir - myndir af framliðnum - hin byggir á ad vivam athugunum".
31 Beati Ludovici vita, partim ad lectiones, partim adsacram sermonem parata, Recueil des Historiens
desgaules et de la France, t. XXIII, bls. 167-76.