Skáldskaparmál - 01.01.1997, Page 22
Mannlýsingar í konungasögum
SVERREBAGGE
Inngangur
Noregskonungasögur eru að mörgu leyti sérstætt framlag til evrópskrar sagnarit-
unar á miðöldum. Latneskar bókmenntir á 11. og 12. öld hneigðust í áttina að
ríkari trúarlegum áherslum í sagnarituninni, en með vexti sagnaritunar á þjóð-
tungunum á 13. öld og síðar verða skilin skýrari milli hins trúarlega og hins
veraldlega eða, eins og William Brandt (1966) orðaði það, milli „geistlegrar“ og
„aristókratískrar“ sagnaritunar. í Evrópu lénsveldistímans hafði aristókratíska
sagnaritunin höfðinglegt og hátíðlegt yfirbragð, sem útilokaði þó ekki að lýst væri
ýmsum bolabrögðum á sviði stjórnmála eða hernaðar.
Konungasögurnar falla eiginlega inn í hvorugan þennan flokk. Þær eru ekki
eins höfðinglegar og afdráttarlaust aristókratískar og veraldlegar bókmenntir á
meginlandi Evrópu. Þær eru undir litlum áhrifum af hugmyndum um konungs-
valdið sem embætti og hinni kristnu hugsjón um rex iustus. Höfundarnir hafa að
mestu leyti veraldlega afstöðu, þó að þeir virði kirkju og kristni. Hugsjón þeirra
er fremur höfðingjahugsjón en konungshugsjón. Ef við ættum að setja konunga-
sögur í samhengi evrópskrar sagnaritunar, yrði ottónski tíminn, og einkum Res
Gestae Saxonicae eftir Widukind frá miðri 10. öld, nærtækasta hliðstæðan.1 Eins
og ottónska samfélagið binst „sögusamfélagið“ saman með persónulegum bönd-
um. Þeir sem fara með völdin eru höfðingjar, sem eiga í innbyrðis deilum, með
konung á toppnum. Höfðingjarnir berjast fyrir sínum eigin lögmætu hagsmun-
um, ekki fyrir óhlutstæðum hugsjónum. Þeir eiga það líka til að berjast gegn
konunginum, án þess þó að þeir séu þar með stimplaðir sem uppreisnarmenn og
drottinssvikarar.
Greinarmunurinn á ytri og innri fjandmönnum er til staðar en er ekki mjög
skýr. Ytri fjandmenn eru yfirleitt Danir og Svíar sem reyna að ná undir sig hluta
Noregs, en ræna ekki og eyðileggja í sama mæli og Slavar og Ungverjar sem koma
fyrir í ottónskum sagnaritum í Þýskalandi. Föðurlandsástin gagnvart þessum
fjendum snýst mest um karlmennsku: höfundarnir reyna að sýna að Norðmenn
séu hraustari og betri, en hugmyndin um norska samstöðu undir forustu konungs
gegn þessum fjendum er lítt þróuð (Bagge 1995, 5-8). Almennt er afstaðan til
konungsvaldsins og samfélagslegrar þátttöku lítt mótuð. Þetta kann að standa í
í
Ég hyggst ræða þetta frekar í verki um þróun evrópskrar sagnaritunar á miðöldum og endur-
reisnartíma.