Skáldskaparmál - 01.01.1997, Page 23
21
Mannlýsingar í konungasögum
einhverju sambandi við það, að höfundar sagnanna voru ofirast íslendingar og því
ekki haldnir neinni sérstakri norskri föðurlandsást en hafi auk þess yfirfært
aðstæður á Islandi yfir á Noreg. Mynd þeirra er þó samt sem áður varla í
grundvallaratriðum frábrugðin þeim hugmyndum og afstöðu sem hljóta að hafa
fundist í Noregi á 11. og 12. öld þegar sögurnar eru látnar gerast, að hluta einnig
á 13. öld þegar þær voru færðar í letur.
Sem samfélagsmynd virka sögurnar því fornlegar í samanburði við þýskar
bókmenntir 10. aldar. Sem sagnaritun virka þær hins vegar nútímalegar, ekki bara
miðað við ottónskar bókmenntir, heldur líka miðað við flesta aðra sagnaritun á
miðöldum. Þetta gildir einkum á tveimur sviðum: í persónulýsingum og í
lýsingum á valdatafli. I þessu tilliti sýna sögurnar sterka einstaklingsvitund.
Stjórnmál snúast um ástæður og hagsmuni einstaklinga og sögulega atburði þarf
umfram allt að skýra með athöfnum einstaklinga. Þar með er ekki sagt að
einstaklingsskilningur sagnanna sé nútímalegur. Þvert á móti leggur nútímasagn-
fræði áherslu á sameiginlega frekar en einstaklingsbundna þætti og skilningurinn
á einstaklingnum er ekki sá sami í sögunum og í ævisögum nútímans.
Frásögn og manngerð
Notkun fomra konungasagna á lyndiseinkunnum á greinilega heima í sameigin-
legri evrópskri hefð. Bæði notatio og epilogus koma fyrir (Kirn 1995, 41 o.áfr.;
Bagge 1991, 146 o.áfr.), oftast hið fyrra. Eins og í öðrum bókmenntaverkum er
mannlýsingin í sjálfri sér lofgjörð - aðeins konungum og áberandi persónum er
lýst með þessum hætti - og það eru líka augljós dæmi um lof í sjálfri lýsingunni.
Engum konungum er lýst án jákvæðra þátta, jafnvel þótt höfundar sagnanna gefi
líka neikvæða lýsingu á þeim í öðru samhengi. Innan þessa ramma bera mann-
lýsingar sagnanna samt sem áður vott um töluvert raunsæi. Utlitslýsingin er byggð
upp eins og þegar lýst er eftir mönnum nú til dags: hæð, líkamsbygging, háralitur,
augnlitur, sérkenni eru tíunduð. Innan þessa ramma eru vitaskuld hin jákvæðu
einkenni dregin fram og mikil áhersla er lögð á fegurð. Ef maður er ekki fagur er
hann að minnsta kosti hár og kraftalegur. Ef maður er lítill eða bara meðalmaður
á hæð, er hann hins vegar gjarnan allfagur eða hefúr a.m.k. einhver einkenni sem
eru sérstaklega fögur. I mannjafnaðinum í Morkinskinnu og Heimskringlu milli
samkonunganna Sigurðar og Eysteins er þessum einkennum stillt upp hverju á
mód öðru. Sigurður er hár en ekki fagur, Eysteinn er meðalmaður á hæð en fagur
(Bagge 1991, 148 o.áfr.; Klingenberg 1993).
Útlitið skiptir augljóslega máli í sögunum. Rætt hefur verið um „líkamann sem
spegil sálarinnar“ (Lönnroth 1963-64). En líkaminn er varla bara ytra tákn
sálarinnar; hann hefur sitt eigið gildi. Muninn á skilningi okkar á líkamanum og
skilningi sagnanna á honum má setja þannig fram að þar sem við höfum líkama
þá er maður líkami í sögunum. Út frá meginmarkmiði mannlýsinga sagnanna,
þ.e. leiðtogahæfileikum, er líkaminn mikilvægur, bæði vegna þess að líkamlegur
styrkur og fimi eru afgerandi fyrir árangur leiðtogans í stríði, og einnig vegna hins