Skáldskaparmál - 01.01.1997, Síða 24
22
Sverre Bagge
að líkamlegur styrkur og fegurð eru meðal þeirra eiginleika sem gera það að
verkum að maður er dáður. Þessi atriði leggja því sitt af mörkum til að afla honum
vina og áhangenda. En samt sem áður er ekkert nauðsynlegt samband milli þess
að vera fríður sýnum og vera vel skapi farinn (sbr. Bagge 1991, 141 o.áfr.). Þeir
konungar sem fá alversta umtalið í Heimskringlu, Eiríkssynir og Magnús blindi,
skera sig allir úr fyrir óvanalega fagurt útlit. A hinn bóginn getur gott innræti bætt
upp líkamlega galla. Kroppinbakurinn, Ingi konungur, fær í aðalatriðum gott
umtal í Heimskringlu, þó að hann sé ekki mikill konungur. Hinn fullkomni
konungur á samt að vera bæði vel skapi farinn og fríður sýnum.
Raunsæi sagnanna í útlitslýsingum er í vissum skilningi tákn þess að menn
leggi áherslu á einstaklingsbundna drætti. Markmiðið er hins vegar ekki endilega
að draga fram einstaklingseinkenni. Upphaflega kann raunsæið að hafa haft
hreinan hagnýtan tilgang: Menn tóku eftir útliti leiðtogans til þess að geta þekkt
hann aftur. Það voru engin sérstök heiðurstákn sem greindu konunginn frá öðrum
mönnum (Montclair 1995). Þegar raunsæislýsingar af þessu tagi koma inn í
bókmenntirnar, er samt sem áður líka sanngjarnt að skoða þær í samhengi við
ákveðna „lýðræðislega“ afstöðu í samfélagi sögutímans. An þess að hið norska
samfélag sögutímans beri á nokkurn hátt að skilja sem þjóðfélag jafnaðar, var
félagslegur munur að því marki veikur og óskýr að leiðtogarnir urðu að gæta sín
vel á því að koma ekki fram af hroka og yfirlæti. Háðið er öflugt vopn í sögunum,
og grobb og lygar var auðvelt að afhjúpa. Að hrósa manni fyrir eitthvað sem hann
hefur ekki gert, er háð en eigi lof, segir Snorri þegar hann útskýrir hvers vegna
megi reiða sig á upplýsingar um staðreyndir í dróttkvæðum (Heimskringla,
Prologus, 62). Þessi röksemd gildir ekki í hvaða samfélagi sem er, en líklega í hinu
norræna. Konungar gátu líka átt á hættu að verða að athlægi ef þeir héldu sér ekki
nokkurn veginn við einfaldan stíl þegar þeir gumuðu af afrekum sínum.
Lýsingin á lyndiseinkunnum virkar einnig nokkurn veginn sönn og rétt í
sögunum. Sjálfar lyndiseinkunnirnar eru, eins og yfirleitt á miðöldum, byggðar
upp með því að leggja saman marga — stundum andstæða - eiginleika sem raktir
eru hver á eftir öðrum. Ólafi helga er t.d. lýst sem bæði gjafmildum og fégjörnum,
án þess að Snorri komi nánar inn á sambandið milli þessara tveggja lyndisein-
kunna í mannlýsingunni (Ólafs saga helga, kafli 58). Út af fyrir sig þarf ekki að
vera nein mótsögn milli þeirra: ætti maður að vera örlátur við einn, þurfti að taka
frá öðrum. Frásögnin gefur til kynna að Snorri kynni að hafa hugsað á þennan
hátt. Hann gefur mörg dæmi um gjafmildi Ólafs gagnvart eigin mönnum, og
hann segir fullum fetum að það hafi ekki verið ágirnd sem olli því að hann var
gerður landrækur. Jafnframt virðist hann gefa til kynna að Ólafur hafi verið
harðdrægur þegar kom að þeim gjöldum sem honum bar. Ólafi Tryggvasyni er
lýst sem óvanalega vinsamlegum og örlátum gagnvart vinum sínum, en hörðum
og grimmum gagnvart fjendum sínum, og er því einnig lýst með dæmum (Ólafs
saga Tryggvasonar, kafli 85). Almennt er lýsingin á andlegum eiginleikum ná-
kvæmari í sögunum en samtímabókmenntum evrópskum og einkum þó eldri