Skáldskaparmál - 01.01.1997, Qupperneq 25
Mannlýsingar í konungasögum
23
evrópskum bókmenntum, og auk þess eru lýsingarnar líka blæbrigðaríkari (sbr.
Bagge 1991, 174 o.áfr.).2
Málið snýst enn um raunsæi, en þó ekki nauðsynlega um einstaklingshyggju.
Höfundar sagnanna virðast ekki vera uppteknir af því að safna hinum mörgu
einstöku lyndiseinkunnum saman í eina heild sem leitast við að draga fram
eðliseinkenni þess sem hún lýsir. I nokkrum tilfellum geta hin samanlögðu
skapgerðareinkenni gefið slíka mynd í raun, eins og lýsing Sverris í Sverris sögu
(kafla 181; sbr. Bagge 1996a, 20 o.áfr.). Sú mannlýsing er óvenju ýtarleg og
undirstrikar með löngum lista af meira eða minna áþekkum orðum klókindi
Sverris, sjálfsstjórn, þol, framsýni og áþekka eiginleika. Mannlýsingin hefur líka
að geyma samanburð á Sverri og föður hans, Sigurði munni, þar sem konungun-
um er lýst sent gjörólíkum í flestu tilliti, nema því hefðbundna að báðir voru
miklir höíðingjar. Til skýringar getur höfundur þess að ekki sé hægt að álykta um
skapgerð eins manns af skapgerð föður hans.
Ef við eigum að fá skýrari mynd af mannskilningi sagnanna og mannlýsingum
þeirra, verðum við að fara frá lyndiseinkunnum til frásagnarinnar. Markmið
höfundanna er ekki að kafa ofan í sálardjúp söguhetjanna, heldur að skilja hvernig
ákvarðanir þeirra og athafnir leiða til þeirra atburða, sem þeir hafa kosið að segja
frá í verkum sínum. I stórum dráttum lýsa sögurnar athöfnum og tjá sig sjaldan
um hugsanir og ástæður söguhetjanna. Þess í stað lýsa þær innri manni með
óbeinum hætti: ræðum, samtölum eða lýsingum athafna. Skýringarinnaráþessari
aðferð verður að leita bæði í almennum hugsunarhætti höfundanna („viðhorfi")
og í bókmenntalegri frásagnartækni þeirra.
Upptalningareinkennin í mannlýsingunum koma einnig fram í frásögninni.
Sögurnar eru að mestu byggðar upp af þáttum sem eru bundnir saman með
stuttum samantektum eða skýringarköflum. Þættirnir eru oft mjög lifandi frá-
sögn, með skýrum mannlýsingum og oft verulegu sálfræðilegu innsæi í lýsingu á
átökum söguhetjanna. Ljóslifandi mynd af Ólafi helga finnum við í sögunni um
íslendinginn Þórarinn Nefjólfsson. Þórarinn var ekki ættstór, en vitur maður og
vel mæltur. Hann var að auki óvenju ljótur. Þórarinn gistir hjá Ólafi og sefur í
sama herbergi og hann. Morgun einn vaknar konungur snemma, á undan
mönnum sínum. Sólin er nýkomin upp og bjart er í herberginu. Konungurinn
sér þá að Þórarinn hefur rekið annan fótinn fram undan sænginni:
Konungr mælti til Þórarins: „Vakat hefi ek um hríð, ok hefi ek sét þá sýn, er mér þykkir
mikils um vert, en þat er mannzfótr sá, er ek hygg, at engi skal hér í kaupstaðinum
ljótari vera.“
Þórarinn heyrir þetta og segir að það gæti hugsast að til væri annar sem væri enn
þá ljótari. Afleiðingin verður sú að þeir gera með sér eftirfarandi veðmál: sá sem
2 Dæmi úr evrópskri sagnaritun um mjög blæbrigðaríkar og nákvæmar mannlýsingar eru til, eins
og til dæmis lýsing Adams frá Brimum á Aðalbjarti erkibiskupi; sjá Bagge 1996b, 530-539.