Skáldskaparmál - 01.01.1997, Side 26
24 Sverre Bagge
vinnur skal fá þá þjónustu sem hann vill af þeim sem tapar. Þórarinn stingur fram
hinum fætinum og segir:
„Sé hér nú, konungr, annan fót, okersjáþvíljótari, at hérer afein táin, okáekveðféit."
Konungr segir: „Er hinn fótrin því ófegri, at þar eru v. tærr ferligar á þeim, en hér eru
iiii., ok á ek at kjósa bœn at þér.“ (OH, k. 85)
Eins og í flestum slíkum sögum snýst hún um keppni milli tveggja manna. Mann
gæti grunað að konungurinn vinni vegna valdastöðu sinnar — það er auðsýnilega
hann sem skilgreinir frítt og ljótt — en báðir beita hugviti og greind í keppninni,
og niðurstaðan er í vissum skilningi opin. Allt gerist þetta í kímilegu andrúmslofti
og í návist konungsmanna, sem geta að vissu marki tekið að sér hlutverk dómara
í leiknum. Sagan sýnir bæði greind og hugvit Ólafs og gott samband hans við
menn sína og er þar með mjög vel heppnuð mannlýsing. En í þessari sögu er hins
vegar vel hægt að hugsa sér hvaða konung sem er í stað Ólafs. Sálfræðileg blæbrigði
sögunnar liggja í sjálfum aðstæðunum fremur en í sérstökum lyndiseinkunnum
söguhetjanna beggja.
Fjórar ævisögur konunga
Frásögnin gefur sem sé umtalsvert meira lifandi persónulýsingar en mannlýsing-
arnar. Ef við eigum að fá skýrari mynd af persónuskilningnum í heild í sögunum,
þurfum við að skoða nánar sambandið milli þessara tveggja þátta. I fyrsta lagi
þurfum við að skoða sambandið milli manngerðar og einstaklings og í öðru lagi
sambandið milli einstakrar athafnar og einstakra aðstæðna og persónunnar í heild.
Eru einhverjir drættir sem við rekumst á aftur og aftur frá kafla til kafla í
ákvörðunum og hegðun aðalpersónunnar? Ég ætla að reyna að svara þessum
spurningum út frá nokkrum af ýtarlegri ævilýsingunum í fornbókmenntunum.
Sérstaklega áhugaverðar frá þessu sjónarhorni eru ævisögur sem hafa að geyma
augljós umskipti, í mynd þróunar í jákvæða eða neikvæða átt. Þrjú dæmi um þetta
verða rædd hér á eftir: Ólafur helgi í Ólafs sögu í Heimskringlu, Sverrir konungur
í Sverris sögu og Skúli hertogi í Hákonar sögu. Að auki hyggst ég dýpka
greininguna á Ólafs sögu með því að bera hana saman við Haralds sögu harðráða,
sem myndar bæði hliðstæðu og andstæðu við hálfbróður sinn, Ólaf helga. Snorri
ber þá sjálfur saman í Heimskringlu og sá samanburður virðist jafnframt setja
mark sitt á sögur þeirra.
Ólafur helgi
Ólafur Haraldsson hinn helgi er sá konungur sem er í þungamiðju í
Heimskringlu; saga hans er um það bil einn þriðji hluti verksins. Sú saga hefur
líka oft verið skoðuð sem sálfræðilegt meistaraverk, þroskasaga - nánast í nútíma-
skilningi — sem sýnir vöxt Ólafs frá stríðskonungi og ríkisstjóra til dýrlings. Að