Skáldskaparmál - 01.01.1997, Qupperneq 28
26
Sverre Bagge
líka fátt sem bendir almennt til þess að Snorri sé upptekinn af hlutlægu réttlæti.
Meginályktunin af framsetningu Snorra er þvert á mód sú að Ólafur hagi sér
óviturlega með því að egna höfðingjana gegn sér í aðstæðum þar sem hann hefði
átt að gera allt sem hann gat til að halda bandamönnum sínum og helst afla sér
nýrra.
Samband Ólafs við höfðingjana, eða almennt við höfðingja sem eru keppinaut-
ar hans, er eitt meginstef sögunnar. Stefið er raunar gefið í skyn áður en Ólafur
kemur til landsins, í stuttum kafla þar sem Snorri lýsir gríðarlegum völdum
höfðingjanna, sem jarlarnir tveir, Eirfkur og Sveinn, fyrirrennarar Ólafs, dirfast
ekki að ögra. Ólafur, þvert á móti, gerir einmitt það. Stjúpfaðir Ólafs, Sigurður
sýr, lýsir honum — í samræmi við lyndiseinkunnir Snorra sjálfs — sem metnaðar-
fullum og valdasjúkum manni, sem muni lenda í miklum erfiðleikum með
höfðingjana. I byrjun gengur Ólafi framar öllum vonum.'1 Heppnin er með
honum, hann tekur Hákon jarl hinn unga til fanga og þvingar hann til valdaafsals.
Þar með getur hann komið fram sem konungur og aflað sér stuðnings í landinu,
m.a. frá ættingjum sínum, smákonungunum austan fjalls. Með hjálp þeirra sigrar
hann Svein jarl í orrustunni á Nesjum. Eftir það kemst hann að samkomulagi við
aðra, áhrifamikla höfðingja, þó að það sé ekki endanleg lausn. Stærsta sigur sinn
vinnur hann svo þegar fyrrum bandamenn hans, smákonungarnir á Upplöndum,
gera uppreisn gegn honum og hann „hafði handtekna gert fimm konunga á einum
morgni“ (78. k.).
Manngerð Ólafs er þar með hin sama allan tímann. Hann er metnaðarfullur,
valdasjúkur og ósveigjanlegur. Vissulega eru dæmi um að hann geri málamiðlanir,
einkum í upphafi valdatíma sfns. Hann sýnir hófstillingu og pólitísk klókindi
með að þyrma Hákoni jarli hinum unga, og hann kyngir ýmsu til þess að ná friði
við Svíakonung. Hins vegar er Ólafur ósveigjanlegur þegar hann telur sig hafa rétt
fyrir sér. Þessi lyndiseinkunn færir honum bæði sigur og ósigur. Hann verður
mesti konungur í Noregi síðan Harald hárfagra leið, og hann er rekinn úr landi
og að síðustu drepinn af eigin þegnurn. Lýsing Snorra á Ólafi minnir á þennan
hátt á lýsingu Machiavellis á Júlíusi páfa Ií (1503-1513). Júlíus var einn af bestu
stjórnmálamönnum samtímans. Hann var metnaðarfullur ofbeldismaður og
ósveigjanlegur - alveg eins og Ólafur - og hann náði ótrúlegum árangri. En, bætir
Machiavelli við, hefði hann lifað lengur hefði hann fyrr eða síðar beðið ósigur.
Hann hefði varla getað komist hjá því að lenda í aðstæðum sem krefjast annarra
eiginleika, eins og varkárni og hófsemdar, og þá hefði hann legið í því (Machia-
velli, Furstinn, 86).
Hugsanlega dregur Snorri einhverja slíka ályktun af örlögum Ólafs. Ólafur var
mikilmenni, en hann hafði þann galla að skorta þær lyndiseinkunnir sem þurfti
við þær erfiðu aðstæður sem sköpuðust í lok valdatíma hans. En samt er óvíst
hvort Snorri hugsi sér manngerðina jafn einhlíta og þetta. í þessu samhengi er
^ Um það sem fer á eftir sjá Bagge 1991, 90 o.áfr.