Skáldskaparmál - 01.01.1997, Qupperneq 30
28
Sverre Bagge
bræðranna sem sést í helgi Ólafs. Samt sem áður bendir margt til þess að hann sé
líka upptekinn af því að útskýra muninn á velgengni Haralds og ósigri Ólafs á
hreinu veraldlegu sviði.
Að vissu marki er auðvelt að útskýra þetta út frá ytri aðstæðum. Ólafur varð
að berjast gegn Norðursjávarveldi Knúts, en Haraldur var að kljást við veikburða
Danmörku, sem hann gat sjálfur reynt að leggja undir sig — að vísu án þess að
takast það. Ennfremur þurfti Ólafur að ná völdum í Noregi með hervaldi þegar
hann kom til landsins, en Haraldur gat að hluta til a.m.k. tekið við völdum í
Noregi af íýrirrennurum sínum. Samt skyldu menn ekki ofmeta þýðingu þessa
mismunar í hugsun Snorra. Eins og áður er getið leggur hann ekki í neinu
samhengi afgerandi áherslu á afstöðuna til Danmerkur. Og hvað völdin áhrærir,
er langt frá því að Haraldur fengi þau á silfurfati. Hann þurfti að þvinga bróðurson
sinn, Magnús, til að deila þeim með sér og sem eftirmaður hans neyðist hann líka
til að berjast við volduga höfðingja. Það er þó umdeilanlegt hvort uppgjör Haralds
við höfðingjana hafi verið nauðsynlegt. Fyrir Snorra vega tvö atriði þyngst á
metunum í þessu sambandi. Annað lýtur að valdatengslum, hitt að persónum.
Hjá Snorra er engin grundvallarandstaða milli konungs og höfðingja. Konung-
urinn getur ekki stjórnað án aðstoðar höfðingja. Hins vegar er ekki sama hvaða
höfðingja hann styðst við. I Heimskringlu er það regla að nýir konungar styðjast
sjaldnast við höfðingja fyrirrennara síns; í öllu falli ekki nema nýi konungurinn
sé sonur hins gamla, og það er tiltölulega sjaldgæft. Böndin milli konungs og
höfðingja eru persónuleg og nýr konungur þarf að byggja upp sitt eigið valdakerfi.
Hann getur sjálfsagt komist að samkomulagi við suma af mönnum fyrirrennarans,
en hann getur ekki, ef hann æskir þess í raun og veru að hafa völd, tekið yfir kerfi
fyrirrennarans óbreytt. Haraldur er drottnunargjarn maður, sem deilir ekki
völdum með öðrum. Hann hlýtur því að lenda í údstöðum, að minnsta kosti við
einhverja af áhangendum Magnúsar.
Haraldur er því í grundvallaratriðum í nokkurn veginn sömu aðstæðum og
Ólafur við upphaf valdatíma síns. Og hann er líka sömu manngerðar. Snorri
bendir beinlínis á að Haraldur hafi staðið höllum fæti í upphafi. En þar með eru
líkindin búin. Haraldur leysir vandamálin, Ólafur ekki. Höfuðfjandmaður Har-
alds er Einar þambarskelfir, hinn forni andstæðingur Ólafs, sem lítur nánast út
fyrir að hafa starfað sem eins konar forsætisráðherra undir Magnúsi og var
hæstráðandi í Þrændalögum (Bagge 1991, 71-75). í lýsingu Snorra — andstætt
fyrirrennurum hans — eru átökin milli Haralds og Einars valdabarátta milli
ósættanlegra hagsmuna. Ef hinn drottnunargjarni Haraldur vill vera konungur
öðruvísi en að nafninu til, verður hann að brjóta Einar á bak aftur, og ef Einar
vill halda stöðu sinni í Þrændalögum, verður hann að berjast gegn Haraldi.
Haraldur losar sig við hann með því að leiða hann og son hans í gildru undir
yfirskini samninga og höggva þá niður. Sagt er að Haraldur hafi orðið mjög
óþokkaður afþessu verki og vel er mögulegt að Snorri hafi ekki haft sérstaka samúð
með því - þó að Ólafur sé ekki alltaf vandlátur á meðölin í lýsingu Snorra. En
Haraldur nær takmarki sínu, að ryðja úr vegi hættulegasta andstæðingi sínum og