Skáldskaparmál - 01.01.1997, Qupperneq 31
Mannlýsingar í konungasögum
29
ná völdum í Þrændalögum. Það lítur þó út fyrir að enda með ósköpum, vegna
hins volduga ættingja Einars, Hákonar ívarssonar. Haraldur sér undireins hættuna
og sendir hinn trygga vin sinn, Finn Arnason, til að blíðka hann, fyrir næstum
því hvaða verð sem er. Hann neyðist til að gefa honum dóttur Magnúsar konungs
fyrir konu — nokkuð sem gæti auðveldlega ógnað stöðu hans sjálfs. Þegar óróann
hefur lægt, tekst honum líka — tímabundið — að finna sér tilefni til að standa ekki
við loforðið. Afstaðan til Hákonar ívarssonar sveiflast milli vináttu og fjandskapar
stóran hluta sögunnar, og Hákon veldur Haraldi verulegum vandræðum. En
lyktirnar eru þær að Haraldur sigrar og meðan á stríðinu gegn Hákoni stendur
hefur hann skatta og skyldur af Upplendingum.
Þó að Haraldur sé ekki alltaf vandur að meðölum og þrátt fyrir alla drottnun-
argirni, sýnir hann í þessu þann sveigjanleika sem Ólaf skortir: Hann getur látið
undan þegar aðstæður krefjast þess, að minnsta kosti tímabundið. A þetta er líka
lögð áhersla hjá Snorra: hann var spekingur mikill að viti, djúpvitur og ráðsnjallur
(HH, kafli 36, 99-100). Með þessu á Snorri ekki við innsæi í hinstu rök
tilverunnar, heldur hæfileikann til að finna leiðir út úr og bjarga sér í erfiðum
aðstæðum. Haraldur hefur líka - þótt það sé ekki beinlínis nefnt í lýsingu hans —
óvanalega sjálfsstjórn. Hann er stoltur og hefnigjarn, en hann getur bitið á jaxlinn
og þolað móðganir þegar það er pólitískt nauðsynlegt — eða hann sér að hann
getur komið betra höggi á andstæðinginn með þeim hætti.
I lok valdatíma síns lendir Haraldur í deilum við höfðingjann Finn Árnason,
fyrrum náinn vin sinn. Finnur, sem orðinn var gamall og blindur, barðist með
Dönum gegn Haraldi og var tekinn höndum. Hann var færður fram fyrir Harald,
sem vildi náða hann. Finnur svaraði með hverri móðguninni á fætur annarri, svo
grófum að hver um sig hefði nægt sem ástæða til að drepa hann, þó að ekki hefði
verið fjandskapur með þeim fyrir. Haraldur var nógu öruggur um heiður sinn til
að láta ekki móðgast og tók kannsi fínlegustu hefnd af öllum: Hann sýndi Finni
og öllum öðrum að hann var nú hættulaus öldungur, náðaði hann og sendi hann
nokkru síðar aftur til Danmerkur (HH, kafli 66).
Fýsingu Haralds í sögu hans (notatio) fylgir ýtarleg lýsing tveggja Islendinga í
þjónustu hans, Halldórs Snorrasonar og Úlfs Óspakssonar (HH, kafli 36—37).
Þessar mannlýsingar sýna tvær andstæðar manngerðir: Halldór er dæmi um
óvanalega sjálfsstjórn. Hvorki voveiflegir hlutir, mannháski eða fagnaðartíðindi
fá hann til að sýna minnstu svipbrigði og hann breytir í engu út afvenjum sínum
í mat og drykk. Hann er fámæltur, stríðlundaður og ómjúkur, og konunginum
fellur ekki við hann og sendir hann burt. Úlfur er hins vegar hinn vitrasti maður,
snjallur í máli, skörungur mikill, tryggur og einfaldur. Hann verður stallari
Haralds og giftist mágkonu hans.
Hvorki Halldór né Úlfur gegna neinu hlutverki í sögunni og það er líka
einsdæmi í Heimskringlu að aðrir en konungar fái svo ýtarlega lýsingu. Ein
möguleg skýring er að Halldór var einn af forfeðrum Snorra sjálfs og að Eysteinn
erkibiskup var afkomandi Úlfs. Það er samt freistandi að hugsa sér að þessar tvær
mannlýsingar séu til þess ætlaðar að varpa ljósi á Harald sjálfan. Haraldur býr yfir