Skáldskaparmál - 01.01.1997, Side 34
32
Sverre Bagge
verður hann aftur að berjast út frá veikri stöðu, og um skeið er hann næstum því
orðinn skæruliðaforingi á ný. Sagan gerir skýra og góða grein íyrir hinum
mismunandi köflum á valdatíma Sverris. En hún sér þessa kafla ekki í ævisögulegu
samhengi. Hún ræðir aldrei hvernig hinn hrjúfi skæruliðaforingi hagar sér þegar
hann þarf að halda hirð, umgangast hina virðulegu sænsku drottningu sína og
koma á samböndum við sigraða höfðingja. — Hið síðastnefnda tekst Sverri í
rauninni aldrei, en söguhöfundurinn reynir að gefa einhverja skýringu á því. Ut
frá mælikvörðum Snorra má því spyrja hvort Sverrir hafi verið jafn velheppnaður
stjórnmálamaður og sagan vill vera láta. Hann komst til valda í krafti eigin
herstjórnarhæfileika, en tókst aldrei að koma sér upp valdakerfi meðal höfðingja
sem hefði getað aflað honum fullra yfirráða yfir ríkinu. Sagan þegir líka þunnu
hljóði um hvað Sverrir ætlaði sér með því að vera konungur. Hann hefur enga
„stjórnmálastefnu“ sem hann reynir að hrinda í framkvæmd þegar hann er
korninn til valda. Á þennan hátt er samhengi milli þáttakenndrar byggingar
sögunnar og persónulýsingarinnar. Burtséð frá „konungsmyndinni“ í upphafi,
eru manngerð Sverris og markmið í lífinu ávallt hin sömu, en sagan dregur upp
fjölmargar skínandi myndir af honum í raunverulegum aðstæðum.
Skúli hertogi í Hákonar sögu
Hina síðustu afþeim fjórum lýsingum sem ég tek til umfjöllunar, má á vissan hátt
skoða sem hliðstæðu við Ólafssöguna í Heimskringlu. Skúli Bárðarson nýtur
velgengni mestan hluta ævi sinnar, líkt og Ólafur, en bíður á endanum niðurlægj-
andi ósigur. Fall Skúla verður líka siðferðilegt vandamál/’ I Hákonar sögu er það
að grípa til vopna og skora á hinn ríkjandi konung orðið að uppreisn, glæp gegn
ríkinu og þeim konungi sem Guð hefur skipað. Þar sem hinn ríkjandi konungur
á þeim tíma þegar Sturla Þórðarson skrifaði Hákonar sögu, Magnús lagabætir, var
barnabarn Skúla, reynir Sturla að afsaka hann, með því að lýsa uppreisninni eftir
því sem mögulegt er sem óskipulagðri og segja Skúla hafa verið undir áhrifum
vondra ráðgjafa. Sturla reynir ekki að komast að neinni sálfræðilegri skýringu á
uppreisninni. Hins vegar gefur hann ágæta skýringu, í klassískum sagnastíl, á öðru
vandamáli, hvers vegna uppreisn Skúla misheppnast.
Hér rekumst við aftur á samspil milli skapgerðar og kringumstæðna. Sturla
lýsir skaplyndi Skúla ekki sérstaklega. Lýsing hans er hefðbundin lýsing höfðingja,
og henni lýkur á fullyrðingu um að Skúli hefði talist einn mesti höfðingi Noregs
ef ekki hefði komið til óheppni hans á síðasta æviári sínu.6 7 Hins vegar gefur Sturla
í frásögninni allmörg brot af skapferli Skúla. Einkum kemur þetta fram þegar
hann segir frá uppreisninni. Hér birtist Skúli sem sérkennileg blanda af styrk og
6 Um eftirfarandi sjá Bagge 1996b, 539 o.áfr.
7 Flesta hluti hafdi hann þa med ser, er frida skylldu godan hofdingia, ok þat mundi rnenn hafa
mælt, ef eigi hefdi þat ogiptuaar yfir hann komit, er hann lifdi sidast, at eigi hafi sa madr verit
fæddr j Noregi, er betur hafi manadr verit, þeirra sem eigi voru kornnir af sialfri langfedgatolo
(sic) konganna" (Hák. kafli 242, Sk, 580).