Skáldskaparmál - 01.01.1997, Síða 37
Mannlýsingar í konungasögum
35
um samtölum? Hvernig á að vinna menn til fylgis við sig og fá þá til að berjast
fyrir sig? Sögurnar gera oft ótrúlega góða grein fyrir slíkum aðstæðum og leggja
þar með sitt af mörkum til að skýra hvað gerist, hver vinnur og hver tapar. Að
vissu marki hafa söguhetjurnar föst fyndiseinkenni sem leggja fram sinn skerf til
að skýra hvernig þær haga sér við raunverulegar aðstæður, en slík einkenni eru
hvorki dregin fram sérstaklega eða sett fram með sérstaklega miklu samræmi.
Ný konungsmynd: Hákonar saga
Heimskringla er tiltölulega hlutlaus frásögn, skrifuð af óháðum athuganda fjölda
fyrri tíðar konunga, en Sverris saga ber keim af því að vera pöntuð lýsing á
ákveðinni hetju. Samt sem áður eru bæði þessi verk furðu lík í lýsingu sinni af
stjórnmálum sem samspili milli nánast jafngildra leikenda. Bæði verkin hafa þó
einstaka drætti sem benda í aðra átt. Lýsing Heimskringlu á Ólafi helga er með
ívafi kristinnar rex t«rí«r-hugsunar og hugsunin um að Guð sé með Sverri er í
þungamiðju í Sverris sögu, þó að það kunni að vekja furðu að hve litlu leyti þessi
hugsun er sett í samband við hugmynd um konungdæmi sem embætti og
konunginn sem ábyrgan fyrir samfélagsskipaninni.
Þessi tilhneiging kemur hins vegar fram með fullum þunga í Hákonar sögu (sbr.
Bagge 1996a, 89o.áfr.). Þæreru til staðar, aðhluta til, í lýsingunni á Skúla hertoga.
En þar sem Skúli er ekki konungur og hvorki eindregin hetja né illmenni í
sögunni, ber lýsing hans sterkari svip af hefðbundinni fornsagnahugsjón. En með
lýsingunni á Hákoni er loks bæði rex iustus-hugsjónin og hinn kristni skilningur
á konungsvaldinu sem embætti kominn að fullu inn í sagnabókmenntirnar.
Myndin af Hákoni í Hákonar sögu er jafnan talin leiðinleg og andlaus. Það
hefur verið skýrt með því að Hákon hafi ekki verið neitt sérstaklega örvandi
persónuleiki að skrifa um eða með því að höfundinum, Sturlu Þórðarsyni, hafi
verið lítt um hann gefið, því að hann stóð á bak við víg Snorra Sturlusonar,
föðurbróður Sturlu, og Sturla sjálfur hafði þar að auki fallið í ónáð hjá Hákoni.
Hvorug þessara skýringa er sannfærandi. Hákon var einn áhrifamesti konungur
í Noregi á miðöldum og það er afar erfitt að hugsa sér að hann hafi haft slík áhrif
án þess að búa yfir mikilvægum persónulegum eiginleikum. Allt bendir auk þess
til að hann hafi verið bæði viljasterkur og greindur. Þegar um persónulegan
skilning Sturlu er að ræða, gefur hann í Islendinga sögu mjög lifandi og að hluta
geðþekka mynd af Gissuri Þorvaldssyni, veganda Snorra, sem hann hefði þó haft
enn þá meiri ástæðu til að leggja hatur á. Almennt séð sýna söguhöfundarnir mjög
aðdáunarverðan vilja til hlutlægni í lýsingum sínum á persónulegum óvinum. Að
síðustu er það ósennilegt að Sturla hafi haft sérstakar ástæður til þess að halda
fram persónulegum sjónarmiðum sínum við sagnaritunina. Magnús lagabætir,
sonur Hákonar, skipaði Sturlu að setja saman sögu föður síns eftir að Sturlu hafði
með miklum erfiðismunum tekist að koma sér í mjúkinn hjá nýja konunginum.
Sturla átti því varla kost á öðru en draga upp þá mynd af Hákoni sem Magnús og
umhverfi hans æsktu.