Skáldskaparmál - 01.01.1997, Blaðsíða 38
36
Sverre Bagge
Ef við eigum að skilja lýsingu Sturlu á Hákoni þurfum við því að byrja á því
að skoða umhverfið. I Hákonar sögu mætum við, á svipaðan hátt og í samtíma
evrópskri sagnaritun, hinni kristnu rex iíoTwí-hugsjón frekar en persónunni
Hákoni. Lýsing Hákonar í lok verksins (epilogus) er formlega séð byggð upp eftir
hefðbundu mynstri fornsagnanna, með ýtarlegum lýsingum á útliti og lyndisein-
kunnum (Hák., kafli 332—333; Bagge 1996a, 147 o.áfr.). Útlitslýsingin hefur um
það bil sömu blöndu fegrunar og raunsæis og í sagnabókmenntunum almennt og
dregur fram líkamleg líkindi Hákonar og Sverris. Þegar um lyndiseinkunnirnar
er að ræða, liggur áherslan hins vegar skýrt á ríkisstjórninni og hinum réttláta
dómara, ekki á hermanninum og hetjunni eins og í Sverrissögu og fyrri sagnabók-
menntum. Skýrir kristnir drættir koma inn í upplýsingunum um gæsku Hákonar
gagnvart fátækum - fyrsta dæmi þess að slíkt sé sagt um konung í hinum
veraldlegu sagnabókmenntum. Nýjung í Hákonar sögu í samanburði við aðrar
sagnabókmenntir kemur strax á eftir mannlýsingunni, og felst í upptalningu á
byggingarframkvæmdum Hákonar og öðrum góðum verkum í þágu ríkisins,
sjálfsagt til að undirstrika ríkisstjórnina, ef þetta er ekki dæmi um kristin áhrif.
Sem heild er Hákonar saga, eins og sagnabókmenntirnar yfirleitt, ýtarleg
frásögn af pólitískum og hernaðarlegum atburðum, þar sem löggjöf, dómar,
byggingarframkvæmdir, stjórnun og aðrar hliðar hins daglega starfs konungsins
lenda í bakgrunni. Sagan snýst ekki heldur um Hákon á þann hátt að atburðirnir
verði einkum tjáning á háu siðferðisstigi aðalpersónunnar, eins og finna má í
ævisögum konunga sem eru mótaðar af geistlegum hugsjónum, eins og Vita
Heinrici Quarti (um 1100) eða Gesta Frederici (1157-1158) eftir Otto frá
Freising. Hins vegar koma hinar nýju hugsjónir inn á fjölda annarra sviða. Leið
Hákonar til krúnunnar er lýst óvenju ýtarlega, m.a. í mörgum ræðum, þar sem
erfðaréttur beggja konungsefna - þ.e.a.s. Hákonar og Skúla — er ræddur í
smáatriðum. Meðan barátta konungs til ríkis í fyrri sagnabókmenntum, þar með
talið í Sverris sögu, er að miklu leyti háð persónulegum dugnaði, annaðhvort því
hvernig konunginum tekst að sigra keppinauta sína eða hvaða persónulegir
eiginleikar fá fólk til að kjósa hann, snýst málið í Hákonar sögu eingöngu um
lagalegan rétt Hákonar til krúnunnar. Þessi réttur er settur fram sem augljós öllum
óvilhöllum athugendum — sem hann var ekki — og alveg óháður persónulegum
eiginleikum Hákonar. Þetta langa ferli, sem tók sex ár (1217-1223) fær því líka
sína réttmætu niðurstöðu: allir fylkja sér að baki Hákoni á ríkisþinginu í Björgvin
árið 1223 (Bagge 1996a, 97-106).
Þegar um samband Hákonar við kirkjuna er að ræða, einkum samningavið-
ræðurnar um krýninguna 1247, gefur sagan, í gegnum ræðurnar, skýra mynd af
opinberri hugmyndafræði konungdæmisins, sem hélt fram jafnri stöðu milli
konungs og kirkju og vísaði á bug tilraunum klerkanna til að auka réttindi sín. I
lýsingunni á utanríkisstefnu Hákonar er sagan upptekin af því að sýna að Hákon
hafi alltaf haft réttinn sín megin og að hann hafi reynt að forðast stríð í lengstu
lög. Sjálfar styrjaldirnar eru skoðaðar út frá „herstjórnarsjónarhorni", þar sem
Hákon ber æðstu ábyrgð á hernaðaráætlun og hertækni og tekur sjaldan beinan