Skáldskaparmál - 01.01.1997, Síða 40
38
Sverre Bagge
réttari mynd af samfélagi og stjórnmálum en hin síðari. En lesi maður Hákonar
sögu út frá forsendum verksins sjálfs, eykst virðing manns fyrir hæfileikum Sturlu
sem höfundar og sagnfræðings, og erfiðara verður að tala um framför eða afturför.
Það skiptir líka minna máli. Aðalatriðið er að bæði hin veraldlega og hin trúarlega
og opinbera sagnaritun í Noregi og á íslandi er mjög frábrugðin fyrri og samtíma
evrópskri sagnaritun.
Hinar fyrri, veraldlegu sögur, sem fjalla nær eingöngu um höfðingja í innbyrðis
samkeppni, virðast frumstæðar í samfélagsskilningi sínum. í áþreifanlegum lýs-
ingum á hinum pólitísku leikfléttum virðast þær hins vegar mjög háþróaðar.
Persónulýsingin er blæbrigðaríkari en við sjáum annars á miðöldum, þó að
sögurnar beiti líka fastmótuðum og hefðbundnum persónulýsingum og þó að
sálfræðilegt nef höfundanna komi fyrst og fremst fram í lýsingum á raunveruleg-
um aðstæðum en ekki í sama mæli í hæfileikanum til að tengja þessar aðstæður
saman við blæbrigðaríka lýsingu á persónunni og ævi hennar. Valdataflsstjónar-
hornið er mikið notað til að skýra sögulega atburði.
Umskiptin til trúarlegrar og opinberrar framsetningar sögunnar fólu ekki í sér
jafn róttæka breytingu og í evrópskri sagnaritun. Allegóría og týpólógía koma ekki
fyrir, að því ég best fæ séð, í Hákonar sögu og í stórum dráttum heldur þetta verk
áfram hinni klassísku sagnahefð í hinni áþreifanlegu frásögn sjálfri. Lýsingin á
Hákoni í sögunni er áberandi sannferðugri en t.d. lýsingin á Hinriki IV í Vita
Heinrici Quarti, eða á Friðrik Barbarossa í Gesta Frederici. Samt sem áður setur
hin kristna rex iustus-\\ugi]ón sterkan blæ á mynd Hákonar og hann kemur skýrt
fram sem höfuð ríkisins frekar en herforingi.
Hin beina skýring á þessum breytingum í sagnarituninni er að í rauninni hafi
átt sér stað þróun í átt til fastari ríkisskipunar. I Noregi eru góðar heimildir fyrir
því. Konungsvaldið styrktist augljóslega meðan á borgarastyrjöldinni stóð (1130-
1240) og á tímabilinu þar á eftir var stjórnun og opinberu réttarkerfi komið á fót
og konungurinn kom fram sem óskoraður leiðtogi landsins gagnvart öðrum
ríkjum. Ný staða konungsins var líka áréttuð með ýmsum táknum: krýning var
tekin upp, virðing fyrir konunginum undirstrikuð í sérstakri hirðskrá og kon-
ungsfjölskyldan var talin of hátt sett til að kvænast meðlimum innlendra óðals-
fjölskyldna. Afstaða stórhöfðingja og alþýðu til konungsins var skoðuð sem
undirskipunar- og hlýðnisamband í stað hins fyrra vináttu- og bandamannasam-
bands. Megnið af þessu var réttlætt á trúarlegum grundvelli, út frá hugmyndinni
um konunginn sem fulltrúa Guðs á jörðinni. Því verður að bæta við að auðvelt
er að ofmeta raunverulegar breytingar sem urðu á 13. öld. Þrátt fyrir allt eru flestar
heimildir okkar komnar frá umhverfi konungsins og það er ekki auðvelt að greina
á milli hugmyndafræði konungsvaldsins og félagslegs raunveruleika. Hvað sem
líður raunverulegum áhrifum hugmyndafræðinnar í öðru samhengi, er ekki erfitt
að skýra að hún hafi lagt sitt af mörkum til breytinga á sagnarituninni.
Hins vegar er erfiðara að skýra hvers vegna hin for-ríkislega, einkum íslenska
hefð, gefur svo miklu skýrari mynd af stjórnmálum, athöfnum og skaphöfnum,
en evrópsk sagnaritun. Við fyrstu sýn virkar það eins og þessi munur hljóti að vera