Skáldskaparmál - 01.01.1997, Page 42
Hetjan sem vingull
RORY McTURK
í Tímaþjófnum eftir Steinunni Sigurðardóttur segir sögumaðurinn þegar hún
fréttir það að elskhugi hennar verði í útlöndum í þrjár vikur: „Grunur minn er sá
að nú hafi hann farið útum dyrnar [...] í síðasta sinn. Nei. Hann er ekki vingull.
Hann snýst ekki á þrem vikum.“' í þessu greinarkorni ætla ég að fjalla um ýmsar
íslendinga sögur, þar á meðal tvær Borgfirðinga sögur,1 2 þar sem hetjuna má kalla
vingul að meira eða minna leyti. Með orðinu vingulláég við mann sem sveiflast
á milli tveggja kosta, annarsvegar þess kostar að kvænast og setjast að með konunni
sem hann elskar eða er í tengslum við og hinsvegar þess kostar að fara til útlanda
og leita sér frægðar og frama. Hér hef ég aðallega í huga borgfirsku sögurnar
Gunnlaugs sögu ormstungu og Bjarnar sögu Hítdœlakappa, en líka Kormáks sögu. í
sumum tilfellum hefur utanferðin í för með sér að hetjan tengist eða kvænist
annarri konu og hér má nefna Hallfreðar sögu og Laxdœlu.
í Gunnlaugs sögu bendir Þorsteinn Egilsson, faðir Helgu hinnar fögru, einmitt á
það sem einkennir hetjuna sem vingul þegar Gunnlaugur vekur bónorð við hann
um hönd Helgu og hann svarar: „Ertu eigi ráðinn til útanferðar ok lætr þó, sem
þú skylir kvángask?"3 Svo sem kunnugt er, er Helga heitkona Gunnlaugs í þrjá
vetur með samþykki Þorsteins, en hann á varla annars úrkosti en að fastna hana
Hrafni Önundarsyni þegar Gunnlaugur kemur ekki heim til íslands fyrr en eftir
að þessu tímabili er löngu lokið. I Bjamar sögu Hítdalakappa er álíka ástatt hjá
1 Sjá: Steinunn Sigurðardóttir, TímaþjófUrinn, Reykjavík, 1986, bls. 57. - Þessa grein vil ég
tileinka minningu góðs vinar, Elísar Guðnasonar (lést þann 4. febrúar, 1994), sem ég á meira
en nokkrum öðrum Islendingi að þakka fyrir þá þekkingu sem ég hef á íslensku máli. Meðal
margs annars góðs sem hann gerði fyrir mig var, að hann varð oft við þeirri beiðni minni um að
lesa yfir drög að greinum og erindum sem ég hafði skrifað á íslensku og leiðrétta málnotkun
mína þegar þörf var á. Hvað þessa grein snertir kann ég þakkir syni hans, Guðna, sem gerði mér
þann greiða að lesa hana yfir í sama skyni. Þó að sonurinn hafi reynst aðeins strangari og
gagnrýnni lesari en faðirinn, er ég engu að síður mjög þakldátur honum fyrir hjálp hans. Ég vil
líka þakka Armanni Jakobssyni, Eggert Péturssyni, Haraldi Bernharðssyni, Huldu Hjartardótt-
ur, Gylfa Gunnlaugssyni og Örnólfi Thorssyni fyrir hjálp af ýmsu tagi við samningu þessarar
greinar. Allir misbrestir eru að sjálfsögðu mér einum að kenna.
2 Þessi grein var að stofni til fyrirlestur sem ég flutti á ráðstefnu um fornsögur Borgfirðinga og
Mýramanna sem haldin var í Borgarnesi 26. og 27. ágúst, 1995, á vegum Stofnunar Sigurðar
Nordais. Stórar þakkir kann ég Ulfari Bragasyni, forstöðumanni Stofnunarinnar, fyrir boðið um
að flytja fyrirlesturinn og bæði honum og Sigurborgu Hilmarsdóttur, ritara Stofnunarinnar,
fyrir góðar viðtökur á íslandi sumarið 1995. Eg tel ekki loku fyrir það skotið að það gæti enn í
greininni sumra þeirra einkenna munnlegs stíls sem voru í fyrirlestrinum. Hér má einnig geta
þess að mun styttri gerð af þessari grein hefur nú birst á ensku í VöruvoS ofin Helga Þorlákssyni
fimmtugum 8. ágiíst 1995, umsjón: Sigurgeir Steingrímsson, Reykjavík, 1995, bls. 49-50.
3 Borgfirðinga sógur, Sigurður Nordal og Guðni Jónsson gáfu út (íslenzk fiomrit, III), Reykjavík,
1938, bls. 66.