Skáldskaparmál - 01.01.1997, Síða 43
Hetjan sem vingull
41
hetjunni, Birni Arngeirssyni Hítdælakappa og festarkonu hans, Oddnýju
Eykindli Þorkelsdóttur. Að vísu svíkur Þórður Kolbeinsson Björn með því að
kvænast Oddnýju, en honum hefur tekist að telja henni trú um að Björn sé dáinn.
Þetta gerist þó ekki fyrr en Þórður hefur hitt Björn í Noregi og hvatt hann án
árangurs til að fara heim til íslands áður en þriggja ára tímabilinu ljúki.'1 í Kormáks
sögu eru kringumstæðurnar öðruvísi. Hér er það fjölkynngi Þórveigar á Steins-
stöðum að þakka, eða að kenna, að hetjan, Kormákur Ögmundarson, sækir ekki
brúðkaup sitt og festarkonu sinnar, Steingerðar Þorkelsdóttur. Hún giftist í
staðinn Hólmgöngu-Bersa Véleifssyni sem hún loksins yfirgefur; en það er þó
ekki fyrr en hún er gift öðrum manni, Þorvaldi tinteini Eysteinssyni, að Kormákur
fer til útlanda til að leggjast í hernað. Kormákur heldur áfram að yrkja vísur um
Steingerði og þegar bróðir hans, Þorgils, bendir á að hann vildi ekki fá hennar „er
buðusk kostir á“, svarar Kormákur: „Meir olli því vándra vætta atkvæði en mín
mislyndi“.4 5 Nú má spyrja hvort hið yfirnáttúrlega sé ekki tákn fyrir mislyndi eða
óvissu í skapgerð Kormáks. í Hallfreðar sögu leggur hetjan, Hallfreður vandræða-
skáld Óttarsson, hug á Kolfmnu Avaldadóttur. Faðir hennar, Avaldi, sem virðist
óttast um orðstír dóttur sinnar, býður honum hana í hjónaband, „en Hallfreðr
vildi eigi kvænask.“6 7 Þannig sveiflast hann á milli þess að vilja halda eða sleppa
Kolfmnu. ÞegarÁvaldi sér til þess að Kolfmna giftist Grísi Sæmingssyni, sem hún
elskar ekki, fer Hallfreður til útlanda. í Noregi kvænist hann konu sem heitir
Ingibjörg Þórisdóttir, en hann ann henni mikið; hún deyr eftir tæp þrjú ár. Hann
kemur heim til íslands, sefúr hjá Kolfmnu og yrkir níðvísur um Grís. Þó að hann
og Grís verði sáttir að nafninu til, virðist Hallfreður aldrei sætta sig við giftingu
þeirra Gríss og Kolfmnu; hann heldur áfram að yrkja vísur um hana til dauðadags.
í LaxcLela sögu biður Kjartan Ólafsson Guðrúnu Ósvífursdóttur að bíða eftir sér
í þrjá vetur á meðan hann fari utan; en hún neitar að skuldbinda sig. Hann fer
með frænda sínum, Bolla Þorleikssyni, til Noregs, þar sem Bolli ákærir hann fyrir
að sitja of mikið á tali við Ingibjörgu Tryggvadóttur, systur Ólafs konungs
Tryggvasonar. Konungur heldur Kjartani sem gísli í Noregi á meðan Gizur hvíti
og Hjalti Skeggjason fara til Islands til að boða kristna trú þar fyrir hönd konungs,
en Bolla er leyft að fara heim. Á íslandi segir Bolli Guðrúnu frá orðrómnum um
vináttu þeirra Kjartans og Ingibjargar og fær Guðrúnu til að giftast sér, þó að hún
sé „in tregasta í öllu“. Svo kemur Kjartan heim, eftir að hafa kvatt Ingibjörgu,
sem virðist þykja leitt um brottför hans, en fær honum samt hvítan höfuðdúk
sem hún ætlar Guðrúnu í brúðargjöf. Kjartan fréttir um giftingu þeirra Bolla og
Guðrúnar og býður höfuðdúkinn Hrefnu Ásgeirsdóttur, sem hann síðar kvænist.
Um flestar þessara sagna hefur Bjarni Einarsson fjallað rækilega í bók sinni um
Skáldasögur, sem kom út 1961; þar víkur hann líka að Laxdœla sögu, þó að hún
4 Sjá: Borgfirðinga sögur (ÍF, III), bls. 117-18.
5 Vatnsdoela saga, Hallfreðar saga, Kormáks saga o.fl., Einar Ól. Sveinsson gaf út (íslenzk fomrit,
VIII), Reykjavík, 1939, bls. 267.
6 Vatnsdcela saga o. fl. (ÍF, VIII), bls. 144.
7 Laxdcela saga o.fl., Einar Ól. Sveinsson gaf út (íslenzk fomrit, V), Reykjavík, 1934, bls. 129.