Skáldskaparmál - 01.01.1997, Blaðsíða 45
Hetjan sem vingull
43
þar sem lífið við hirð Markiss er engu hættuminna fyrir elskendurna en áður.
Hann er særður í bardaga með eitruðu sverði og er sannfærður um að enginn
annar en ísönd geti grætt sig. Hann sendir eftir henni og lætur færa henni
fingurgull sitt; mælst er til þess, að ef ísönd komi honum til hjálpar, muni skipið
sem sent var eftir henni vera með hvítu segli, en með svörtu segli ef hún korni
ekki. Þegar skipið kemur spyr Tristram konu sína ísodd, þar sem hann liggur í
sjúkrarúmi, hvernig seglið sé á litinn. I raun og veru er það hvítt því Isönd hefur
þekkt fingurgullið og er á leiðinni til Tristrams; en kona hans segir honum í
afbrýðisemi að það sé svart. Við það deyr Tristram af sorg.10
Ég biðst afsökunar á þessum útdrætti úr Tristrams sögu, sem er að sjálfsögðu
mjög einfaldaður en þykir kannski heldur þvælinn samt. Ég hef ekki viljað útiloka
þau atriði sem gætu mögulega unnið á móti þeirri röksemd sem ég vil leggja fram.
Hún er að hluta til sú að Tristram sé ekki vingull í þeirri merkingu orðsins sem
ég var að lýsa áðan. Eftir að hafa bergt á töfradrykknum er hann aldrei í neinum
vafa um ást sína á ísönd. Að vísu yfirgefur hann hana oftar en einu sinni og reynir
í einu tilviki að gleyma henni; en þegar hann yfirgefur hana eru honum mest í
mun öryggi hennar og vellíðan. Ekki tekst honum heldur að gleyma henni, eins
og ég hef sýnt; hefði hann virkilega viljað gera það, hefði hann áreiðanlega kosið
sér konu sem héti öðru nafni en Isodd. Tristram er að mínu áliti ekki hetja sem
sveiflast á milli möguleika eða kosta; hann veit oftast hvað hann er að gera og
hvert hann vill stefna. Þessvegna vil ég ekki, ólíkt því sem Bjarni Einarsson gerir,
bera hann saman við hetjur eins og Gunnlaug, Björn, Kormák, Hallfreð og
Kjartan. Með töfradrykkinn í Tristrams sögu og seið Þórveigar í Kormáks sögu í
huga viðurkennir Bjarni sjálfur að „hin beinu áhrif álaganna eru ólík í þessum
tveim sögum“.u Ef til vill mætti frekar bera Björn Ásbrandsson Breiðvíkinga-
kappa, sem sagt er frá í Eyrbyggju, saman við Tristram en þær söguhetjur sem nú
voru nefndar; en hér verður að slá þann varnagla að líklegt sé að tengsl af einhverju
tæi séu á milli frásagnarinnar um þennan Björn í Eyrbyggju annarsvegar og
hinsvegar Bjamar sögu Hítdalakappa, eins og Bjarni Einarsson leggur réttilega
áherslu á.12 Björn Breiðvíkingakappi fellir hug til konu annars manns, Þuríðar
Barkardóttur, konu Þórodds skattkaupanda á Meðalfellsströnd og virðist fremur
ákveðinn í ást og áhuga sínum á þessari konu; hann er að minnsta kosti enginn
vingull hvað samband þeirra snertir. Að vísu yfirgefur hann hana að lokum fyrir
tilmæli Snorra goða, en þetta má að vissu Ieyti bera saman við endurtekinn skilnað
þeirra Tristrams og ísöndar.13 En hversu sem þessu er háttað held ég að nauðsyn-
10 Þessi útdráttur úr Tristrams sögu byggist aðallega á útgáfu Gísla Brynjúlfssonar: Saga afTristram
ok ísöndsamtMöttulssaga udgivne afDetKongelige Nordiske Oldskrift-Selskab, Kaupmannahöfn,
1878.
11 Bjarni Einarsson, Skáldasögur, bls. 83.
12 Bjarni Einarsson, Skáldasögur, bls. 247-52, 292-94.
Viðeigandi kaflar í Eyrbyggjueru 29, 40, 47 og 64; sjá: Eyrbyggja sagao.fl., Einar Ól. Sveinsson
og Matthías Þórðarson gáfú út (íslenzk fiomrit, IV), Reykjavík, 1935, bls. 76-81, 106-12,
132-35 og 176-80.