Skáldskaparmál - 01.01.1997, Page 47
Hetjan sem vingull
45
kemur að bæ Heimis og það vill svo til að Brynhildur er þar í heimsókn. Þau
hittast aftur og Sigurður sver að hann muni eiga hana „eða enga konu ella“.18 1
þetta skipti gefur hann henni gullhring. En nú fer hann burt frá Brynhildi aftur.
Hann kemur að höll Gjúka þar sem kona Gjúka, Grímhildur, vill fá hann sem
tengdason; hún fær honum drykk sem gerir það að verkum að hann gleymir
Brynhildi og kvænist Guðrúnu, dóttur þeirra Gjúka og Grímhildar. Nú vill
Gunnar Gjúkason, bróðir Guðrúnar, kvænast Brynhildi, en getur ekki riðið
eldinn sem umlykur sal hennar; þegar Brynhildur hitti Sigurð fyrst sagðist hún
hafa strengt þess heit að giftast engum þeim sem hræðast kynni, en nú mun hún
eiga þann mann einan sem ríða megi eldinn. Sigurður og Gunnar skipta litum
og Sigurður ríður eldinn. Brynhildur, sem heldur að hann sé Gunnar, tekur á móti
honum og þau sofa saman í þrjár nætur með bert sverð á milli sín. Nú fær
lesandinn fyrst að vita að hringurinn sem Sigurður hafði gefið Brynhildi þegar
hann hitti hana á bæ Heimis er Andvaranautur. Hann tekur þennan hring, sem
er hluti af arfi Fáfnis, af henni og fær henni annan hring af arfinum í hans stað.
Svo fer hann burt og þeir Gunnar skipta litum aftur. Brynhildur segir að dóttur
sína og Sigurðar, Aslaugu, skuli upp fæða með Heimi og nú giftist hún Gunnari
þar sem hún heldur að það sé hann sem riðið hafi vafurlogann. Þegar brúðkaups-
veislunni er lokið minnist Sigurður allra eiða sinna við Brynhildi en „lætr þó vera
kyrt.“19 Síðan sýnir Guðrún Brynhildi hringinn Andvaranaut sem hún hefur
fengið frá Sigurði, manninum sínum. Brynhildur, sem skilur nú að það er
Sigurður sem reið eldinn, lítur á sjálfa sig sem eiðrofa, þar sem hún haíði heitið
að giftast þeim manni einum sem riði vafurlogann. Við Gunnar gefur hún í skyn
að Sigurður hafi vélað hann þegar hann svaf hjá henni og reynir að fá hann til að
drepa Sigurð, sem bróðir Gunnars, Guttormur, loksins gerir.
í Skáldskaparmálum í Snorra Eddu er sagt frá þessum atburðum dálítið öðruvísi.
Konan sem Sigurður hittir á fjallinu nefnist Hildur, en „er kölluð Brynhildr“20
og Sigurður yfirgefur hana aðeins einu sinni áður en hann kemur að höll Gjúka.
Þar kvænist hann Guðrúnu eins og í Vólsunga sögu, en ekki er minnst á óminn-
isdrykk í þessu sambandi. I Skáldskaparmálum er þess ekki getið að hann hafi
heimsótt Heimi og ekki er minnst á hringinn í sambandi við Brynhildi fyrr en
Sigurður sefur hjá henni í salnum sem vafurloginn umlykur. Þar gefur hann henni
hringinn Andvaranaut, sem hann tekur frá henni á þessu stigi Vólsunga sögu,
þannig að í Skáldskaparmálum er það Brynhildur en ekki Guðrún sem hefur
þennan hring á hendi sér þegar Guðrún bendir á hann til merkis um að það var
Sigurður sem svaf hjá Brynhildi í salnum. I Skáldskaparmálum er síðar minnst á
Áslaugu, dóttur Sigurðar, „er fædd var at Heimis í Hlymdölum“,21 en móður
hennar er ekki getið.
18 The saga ofthe Volsungs, ed. R.G. Finch, bls. 44.
19 The saga ofthe Volsungs, ed. R.G. Finch, bls. 50.
20 Edda Snorra Sturlusonar, nafhaþulur og SkáldataL, Guðni Jónsson bjó til prentunar, Akureyri,
1954, bls. 159.
21 Edda Snorra Sturlusonar og fl., Guðni Jónsson bjó til prentunar, bls. 164.