Skáldskaparmál - 01.01.1997, Síða 48
46
Rory McTurk
Þessar frásagnir má bera saman við Tristrams sögu að ýmsu leyti. Ormsdráp
Sigurðar Fáfnisbana minnir að vissu marki á drekadráp Tristrams á Irlandi.
Bölvunin sem hvílir á gullinu og óminnisdrykkurinn, sem hafa svona hræðilegar
afleiðingar í för með sér í sögunni um Sigurð, minna á töfradrykkinn í sögunni
um Tristram. Hringurinn sem fer á milli þeirra Sigurðar og Brynhildar líkist
fmgurgullunum sem færast á milli þeirra Tristrams og Isöndar og Sigurður og
Brynhildur liggja saman með sverð á milli sín líkt og Tristram og Isönd gera. En
Sigurður er frábrugðinn Tristram að því leyti að hann fer strax burt frá þeirri konu
sem hann er í tengslum við. I Völsunga sögu gerir hann það tvisvar sinnum og
jafnvel þegar hann minnist eiða sinna við Brynhildi, gerir hann ekkert. Að þessu
leyti minnir hann fremur á söguhetjur eins og Gunnlaug, Björn, Hallfreð og
Kjartan en á Tristram. Á Kormák minnir hann að því leyti að hann virðist hafa
það sér til afsökunar að það er yfirnáttúrlegum öflum að þakka að hann hagar sér
eins og hann gerir. Ég segi að hann virðist hafa það sér til afsökunar þar sem ég
held í alvöru að það sé ekki rétt að leita að afsökunum fyrir hegðun Sigurðar eins
og henni er lýst í þeim hluta af Völsunga sögu sem hér er um að ræða; með öðrum
orðum er það að mínum dómi ekki rétt að fara með texta sögunnar eins og hann
hefði upp á að bjóða meira eða minna raunsæiskennda lýsingu á skapgerð
Sigurðar. Ef það er nokkrum að kenna að Sigurður yfirgefur Brynhildi tvisvar
sinnum í Vólsunga sögu er það ekki Sigurði sjálfum, heldur höfundi sögunnar, sem
hefur auðsjáanlega verið að reyna að koma saman ýmsum heimildum um Sigurð
og Brynhildi og aðrar konur en vill jafnframt sýna að hann sé lesinn í þeim öllum.
Erfitt er að fjalla með nákvæmni um heimildirnar að þessum hluta af Vólsunga
sögu sem samsvarar að mestu leyti þeim eddukvæðum, sem staðið hafa í núverandi
eyðu Konungsbókar og eru því glötuð.22 En það sem varðveist hefur af viðeigandi
efni í Konungsbók nægir til að sýna að sú sem Sigurður hittir á Hindarfjalli var
upphaflega valkyrja sem hét Sigrdrífa og allt önnur en Brynhildur. Svo hefur T.M.
Andersson leitt rök að því að í eldri gerðum sagnarinnar hafi Sigurður hitt og
yfirgefið fleiri en eina konu áður en hann hitti Brynhildi.2’’ Höfundur Vólsunga
sögu hefur líklega steypt þessum sögum saman með því að gera ýmsar konur að
einni persónu, Brynhildi, og þannigýtt undir þá hugmynd að Sigurður hafi alltaf
verið að yfirgefa Brynhildi. Samanburður á þessum hluta af Vólsunga sögu og
samsvarandi frásögn í Skáldskaparmálum bendir einnig til þess að á Islandi hafi
ýmsar gerðir af sögninni um Sigurð og Brynhildi verið í umferð á 13. öld;
mönnum mun ekki alltaf hafa verið ljóst um röð atburða í sögninni eða um hvatir
Sigurðar eða ástæður fyrir athöfnum hans. Þessi óvissa eða vafi um samskipti
Sigurðar og Brynhildar kann að hafa leitt til þess að ýmsir sagnamenn eignuðu
22 Um þessi kvæði sjá: Theodore M. Andersson, „The lays in the lacuna of Codex Regius', í
Speculum norroenum: Norsestudies in memory ofGabriel Turville-Petre, edited by Ursula Dronke
et ai, Óðinsvé, 1981, bls. 6-26.
2^ Sjá: Theodore M. Andersson, The legend of Brynhild(Islandica, XLIII), Ithaca, N.Y., 1980, bls.
83-84.