Skáldskaparmál - 01.01.1997, Síða 50
48
Rory McTurk
ormsdráp Sigurðar. Erfitt er að skera úr um hvorri þessara tveggja sagna Hallfreðar
saga líkist meir, en að öllu samantöldu held ég að sú staðreynd að Hallfreður ann
mikið konu sinni, Ingibjörgu og virðist gleyma Kolfinnu á meðan hann er
kvæntur henni, minni frekar á hjónaband þeirra Sigurðar og Guðrúnar heldur en
þeirra Tristrams og Isoddar.
I þessari grein hef ég viljað halda því fram að Sigurður Völsungur sé fyrirmynd
þeirrar hetju sem kemur fram sem vingull í ýmsum Islendinga sögum. Að þessari
niðurstöðu má komast, að mínum dómi úr annarri átt, með því að lesa íslenska
drauminn eftir Guðmund Andra Thorsson sem kom út 1991. Þetta er að
sjálfsögðu skáldsaga um íslenskt nútímalíf en sem byggir að mörgu leyti á
persónum og minnum fornsagnanna, þar á meðal sumra þeirra fornsagna sem
fjallað hefur verið um í þessari grein. Aðalpersóna skáldsögunnar og aðalvingull-
inn í henni heitir Kjartan Sigurðsson; hann er sem sagt sonur Sigurðar í bókstaf-
legum skilningi, en Kjartan Ólafsson í Laxdœlue.r aftur á móti kominn af Sigurði
Völsungi í bókmenntalegum skilningi eins og margir hafa haldið fram. Sigurður,
faðir Kjartans í skáldsögunni, er Sigurðsson og sagður geta rakið ætt sína „til
Völsunga og svo Óðins sjálfs“.28 Hann er að norðan en vill flytja til Reykjavíkur,
ekki síst vegna þess að hann hefur töfrast af konu sem er að sunnan og heitir Anna.
Hann fer suður til Reykjavíkur líkt og nafni hans, Sigurður Fáfnisbani, fer suður
til Frakklands. í Reykjavík kynnist hann annarri konu, Sigrúnu, sem þokar
„Önnu burt úr hugskoti hans nema í stöku órólegum draumi á mörkum svefns
og vöku“.2,) Þessari Sigrúnu kvænist hann. Með öðrum orðum gleymir hann
Önnu þegar hann hittir Sigrúnu á svipaðan hátt og Sigurður gleymir Brynhildi
þegar hann kvænist Guðrúnu. Samt hittir hann Önnu aftur og eignast með henni
son, Hrafn, sem er sögumaður skáldsögunnar. Frásögnin, sem byggist að miklu
leyti á ímyndunarafli Hrafns, nær jafnvel yfir þá atburði sem gerst hafa áður en
hann fæðist, en hann kemst ekki að ætterni sínu fyrr en þeirri sögu sem hann
rekur er næstum því lokið. Draugurinn, sem Sigurður segir Sigrúnu að fylgi ætt
sinni, minnir á bölvunina sem hvílir á gullinu í sögninni um Sigurð Fáfnisbana.
Freistandi er að bera Hrafn saman við Áslaugu, dóttur þeirra Sigurðar og
Brynhildar, sem er kölluð nafni annars svarts fugls, Kráka; en betur á við að líkja
honum við nafna hans, Hrafn Önundarson í Gunnlaugssögu eða öllu heldur Bolla
Þorleiksson í Laxdœlu. Þegar Kjartan hefur barnað unnustu sína, Helgu, sem
minnir náttúrlega með nafni sínu á Helgu hina fögru í Gunnlaugs sögu, fer hann
með Hrafni til útlanda til að vera þar í eitt ár, en kemur ekki heim til íslands fyrr
en eftir þrjá vetur. Að þessu leyti minnir hann að sjálfsögðu á Gunnlaug orms-
tungu og Björn Hítdælakappa. Eftir að hafa fundið Kjartan í rúmi hjá Helle,
drottningunni af Pepes Pizzeria í Kaupmannahöfn, kemur Hrafn heim á undan
Kjartani og fer að búa með Helgu. Þannig samsvarar Helle Ingibjörgu, systur
Ólafs konungs Tryggvasonar, í Laxdœlw, en með áhrifum sínum á kynlíf Kjartans
28 Guðmundur Andri Thorsson, ídenski draumurinn: skáldsaga, Reykjavík, 1991, bls. 19.
29 Guðmundur Andri Thorsson, íslenski draumurinn, bls. 63.