Skáldskaparmál - 01.01.1997, Síða 71
Himinn úr hausi: Fáein heilabrot
um heimsmynd Vafþrúðnismála
JÓN KARL HELGASON
I skemmtilegri umfjöllun sinni um Vafþrúðnismál bendir Einar Ólafur Sveinsson
á hve þetta samtalskvæði sé fast í formi og efnisskipan, „eins og gert eftir
reglustiku“:
Orðalag er smekldegt og þróttmikið [. . .] en urn flug eða veruleg skáldleg tilþrif er
ekki að ræða. Hér er engu ofaukið. Manni koma í hug orð Voltaires: Le superflu, chose
tres nécessaire. Af þessu ofaukna, sem Voltaire þykir nauðsynlegt [...] er ekkert í þessu
kvæði.
Einar Ólafur bendir reyndar á að ef vel sé að gætt geymi kvæðið allgóðar lýsingar
á persónum og atburðum, en spyr samt að síðustu: „Mundi ekki sumum fara sem
þeim, er þetta ritar, þykja kvæðið skorta eitthvað, sem skáldskapur má ekki án
3« 1
verar
Sá sem hér slær á lyklaborð hefur ekki í hyggju að svara spurningu Einars Ólafs
afdráttarlaust neitandi. Eftirfarandi umfjöllun staðfestir öðrum þræði að kvæðið
er ekki einungis „eins og gert eftir reglustiku“, heldur fylgir ytri bygging þess
mælikvörðum sem hafa verið ráðandi við gerð fjölmargra annarra norrænna
goðsagna. Eftir sem áður virðist sem gæta megi betur að vissum „skáldlegum"
eiginleikum Vafþrúðnismála, ekki síst þeim sem stafa af samslætti þeirra tveggja
frásagna sem þar fer fram.
Ramrni kvæðisins er frásögn afheimsókn Óðins til hallar Vafþrúðnis. Þar leggja
þeir jötunninn margvíslegar spurningar hvor fyrir annan til að fá skorið úr því
hvor sé fróðari. Svörin við þessum spurningum miðla hinni sögunni, þeirri sígildu
frásögn af sköpun, skipulagi og upplausn hins fornnorræna goðsagnaheims sem
kunnust er úr Völuspá. Eins og rammafrásögn sæmir, tengist lýsingin á samskipt-
um Óðins og Vafþrúðnis innrömmuðu sögunni með ýmsum hætti. Þannig liggur
í augum uppi að keppni þeirra er eins konar tilbrigði við baráttu goða og jötna,
sem er rauði þráðurinn í veraldarsögunni og nær hámarki í ragnarökum. Ekki er
jafn ljóst hvernig þekkingarleit Óðins tengist lýsingu Vafþrúðnis á sköpun
heimsins í árdaga, en samkvæmt henni var himinn smíðaður úr höfði Ymis jötuns.
Hvaða merkingu hefur það að þær upplýsingar komi fram í fróðleikskeppni þar
sem þátttakendur leggja einmitt höfuð sín að veði?
1 fslenzkar bókmenntir í fomöld, 1, Reykjavík, 1962, s. 275-76. Vésteinn Ólason tekur óbeint
undir orð Einars Ólafs í nýlegri umfjöllun um eddukvæði í Islenskri bókmenntasögu, I, ritstj.
Vésteinn Ólason, Reykjavík, 1992, þar sem hann segir Grímnismál „skáldlegra kvæði en
Vafþrúðnismál'1 (s. 84).