Skáldskaparmál - 01.01.1997, Qupperneq 73
Himinn úr hausi
71
hyggst heimta virðist veraþekkingin, sem jötunninn býryfir. Frigg, þriðjapersóna
kvæðisins, gegnir hlutverki sendanda en hún hvetur Óðinn til að svala forvitni
sinni þegar hann leitar ráða hjá henni í upphafi kvæðisins.4 Ekki er jafn ljóst hvaða
kynngimögnuðu aðstoð Óðinn fær í veganesti. Þó er vert að veita lokaorðum
Friggjar athygli: ,Æði þér dugi, / hvar er þú skalt, Aldaföður, / orðum mæla jötun!“
(er. 4). ,Æði“ er margrætt orð en í samhengi kvæðisins virðist það vísa til hugar
eða visku Óðins7 Orðið er reyndar skylt orðinu „óður“ og þar með nafni Óðins
og hlutverki hans sem guðs hins kynngimagnaða skáldskapar. Sá skilningur kemur
heim og saman við framkomu Óðins í höll jötunsins; hann hefur ekki fyrr stigið
þar inn fæti en Vafþrúðnir spyr hver gesturinn sé. Óðinn svarar: „Gagnráður eg
heiti, / nú em eg af göngu kominn, / þyrstur til þinna sala“ (er. 8). Með þessu
svari fer hann líkt að og skáld dróttkvæða sem nefndu hlutina ógjarnan sínum
hversdagslegu nöfnum. Snilld (eða æði) Óðins felst í því að dulnefni hans verður
réttnefni um leið og hann hefur notað það. Ef að líkum lætur merkir Gagnráður
sá sem ræður sigri, en lykillinn að velgengni Óðins felst í því að Vafþrúðnir veit
ekki fyrr en of seint rétt nafn andstæðings síns.6
Af þeim sex athafnasviðum sem Lönnroth ræðir um á enn eftir að bera kennsl
á vörðinn, sem hetjan hittir á mörkum hinna tveggja heima og sigrar, ýmist í
einvígi eða með því að standast þekkingarpróf. I Vafþrúðnismálum rennur
hlutverk varðarins saman við hlutverk andstæðingsins. Áður en eiginleg keppni
þeirra Vafþrúðnis hefst spyr jötunninn gest sinn fjögurra spurninga, líkt og til
að ganga úr skugga um að við verðugan keppinaut sé að eiga. Óðinn/
Gagnráður stenst þetta þekkingarpróf með sóma, eins og merkja má af
viðbrögðum Vafþrúðnis: „Fróður ertu nú, gestur, / far þú á bekk jötuns, / og
mælumst í sessi saman; / höfði veðja / við skulum höllu í, / gestur, um
geðspeki" (er. 19).
Næstu þrjátíu og sex erindi eru helguð fjórða frásagnarlið Lönnroths, hinni
lífshættulegu keppni hetjunnar og andstæðingsins. Keppninni má skipta í fjórar
lotur sem hver um sig samanstendur af fjórum spurningum og jafn mörgum
svörum. I fyrstu lotunni (er. 20-27) spyr Gagnráður Vafþrúðni um uppruna
veraldarinnar og tiltekinna náttúrufyrirbæra og í annarri lotunni (er. 28-35) um
ættir elstu jötna. I þriðju lotu (er. 36-43) beinir Gagnráður athyglinni frá
fortíðinni og spyr um eitt og annað sem tengist samtíð þeirra félaga, en í fjórðu
lotu (er. 44—51) innir hann Vafþrúðni eftir óorðnum hlutum, einkum þeim sem
^ Orð Friggjar eru: „Heima letja / eg mynda Herjaföður / í görðum goða; / því að engi jötun / eg
hugða jafnramman / sem Vafþrúðni vera“ (er. 2). Sumir fræðimenn hafa freistast til að breyta
„Heima letja“ í „Heiman letja“ eða „Heima hve.tja“, eða skýra óbreytt orð Friggjar þannig að
hún sé að letja Óðinn fararinnar (sjá m.a. Finn Jónsson, Den oldnorske og oldislandske Literaturs
Historie, 1, Kaupmannahöfn, 1894, s. 137, og skýringar Ólafs Briem í útgáfunni frá 1969). Ég
sé hins vegar enga ástæðu til slíkra breytinga; hvatning Friggjar í öðru erindi er í samræmi við
uppörvandi kveðju hennar í fjórða erindi.
5 í erindum 20 og 22 er orðið notað um Vafþrúðni.
6 Sbr. Einar Ól. Sveinsson, íslenzkar bókmenntir ifomöld s. 274.