Skáldskaparmál - 01.01.1997, Side 75
Himinn úr hausi
73
vill helst af öllu sjá?8 Með því er ekki átt við að fundur þeirra Óðins og Vafþrúðnis
eigi sér engan ytri vettvang, lieldur aðeins að óljós greinarmunur sé gerður á milli
innri og ytri veruleika. Og fátt virðist eðlilegra í frásögn sem snýst um víðáttur og
takmörk þekkingarinnar. Ef Vafþrúðnir er á annað borð „alsvinnur“, þá býr
veröldin öll (þar með talinn Óðinn) með einhverjum hætti í huga hans. Vafþrúðn-
ir ýtir undir þetta tvísæi þegar hann býður gest sinn velkominn inn í völundarhús
sitt: „Ut þú né komir / órum höllum frá, / nema þú inn snotrasti sér“ (er. 7).
Áframhaldandi tilvist Óðins veltur á því að honum takist að sýna fram á að einhver
hluti hennar — og þar með heimsins — sé enn fyrir utan hugskot (eða höll)
jötunsins.
Lýsing kvæðisins á sköpun veraldarinnar bætir nýrri vídd við þessa heimsmynd.
Að sögn Vafþrúðnis var jörðin gerð úr holdi hins hrímkalda jötuns Ymis, „en úr
beinum björg, / himinn úr hausi /[...] en úr sveita sjór“ (er. 21). Samkvæmt því
hefúr heimurinn búið í eða undir höfði jötuns frá því í árdaga. Síðar í kvæðinu,
þegar Óðinn spyr Vafþrúðni hví hann viti öll „tíva rök“ (er. 42), skýrir jötunninn
það svo að hann hafi komið í sérhvern „heim“; „níu kom eg heima / fyr Niflhel
neðan; / hinig deyja úr helju halir“ (er. 43). Þessi heimsókn hans í dýpstu
„salakynni“ Ýmis virðist fyllilega hliðstæð við heimsókn Óðins til „hallar“ Vaf-
þrúðnis. I báðum tilvikum er þekkingaröfluninni lýst sem háskalegu ferðalagi, út
í óvissuna og inn í huga þess sem allt veit.
Enda þótt Vafþrúðnismál skorti vissulega þá ofgnótt sem þeir Voltaire og Einar
Ólafur höfðu smekk fyrir, sýnist þeim sem þetta ritar að kvæðið geymi kynngi-
magnaða, skáldlega mynd af óræðu samhenginu á milli veraldarinnar og þekk-
ingar okkar á henni. „Höfuð“ jötunsins, lykiltákn frásagnarinnar, er í senn
hvelfing himinsins, höll Vafþrúðnis, hauskúpa hans og þekking. Og að kvæðislok-
um, þegar Vafþrúðnir er allur, bendir allt til að við hin sem byggjum þessa veröld
séum orðin fangar (eða hugmyndir) í víðáttumiklu höfði Óðins.
8 Þessi túlkun styrkist af því að upptaktur þriðja erindis er samhljóða þeirri formúlu sem Óðinn
hefur að spurningum sínum í fjórðu og fimmtu lotu fróðleikskeppninnar („Fjöld eg fór, / fjöld
eg freistaða, / fjöld eg reynda regin“). Þar eð flestar þessar spurningar snúast um atburði sem
gerast um og eftir ragnarök, má geta sér þess til að Óðinn vísi með orðinu „salakynni" einkum
til þess hluta hugskotsins þar sem ófreskigáfa jötunsins býr. - Víðar í Vafþrúðnismálum má skilja
orð Óðins fleiri en einum skilningi. Um leið og hann kynnir sig sem Gagnráð segist hann vera
kominn „þyrstur" til sala Vafþrúðnis: „laðar þurfi - / hefi eg lengi farið - / og þinna andfanga,
jötunn" (er. 8). Engin ástæða er til að efast um að Óðin þyrsti í drykkeftir ferðalagið en jafnframt
er Ijóst að hann þyrstir í fróðleik.