Skáldskaparmál - 01.01.1997, Page 76
Primum caput
Um höfuð Egils Skalla-Grímssonar,
John frá Salisbury o.fl.1
BERGLJÓT S. KRISTJÁNSDÓTTIR
Inngangur
I sögu Egils Skalla-Grímssonar er látið mikið með höfuð skáldsins. Reyndar er
erfitt að segja nákvæmlega til um hversu oft er að því vikið þar eð álitamál eru
mörg, ekki síst af því að sumar kenningar í kveðskap má skýra á fleiri en einn veg.
Með ítrustu varkárni mun þó óhætt að fullyrða að höfuð Egils - þ.e. höfuðið allt,
einstakir hlutar þess eða skynjun sem því tengist, t.d. sjón og heyrn - beri á góma
í 14 lausavísum, Höfuðlausn, Arinbjarnarkviðu og Sonatorreki og þess utan komi
það ekki sjaldnar við sögu en 20-30 sinnum í lausamálinu.2 Á nokkrum stöðum
er hins vegar látið meira með það en annars staðar og eru þessir helsdr:
1. þegar Egill þrumir í híbýlum Aðalsteins Englandskonungs eftir fall Þórólfs
2. þegar hann situr í depurð sinni vegna Ásgerðar
3. þegar hann kemur til Jórvíkur, færir Eiríki konungi höfuð sitt og yrkir sína
Höfuðlausn
4. þegar hann leggst í rekkju vegna sonamissisins og í framhaldi af því í Sonatorreki
— þó eru álitamál óvíða fleiri en í því kvæði
5. þegar hann rifjar í Arinbjarnarkviðu upp Jórvíkurförina
6. þegar segir frá síðustu æviárum hans
7. þegar greint er frá uppgrefti beina hans.
Séu þessir staðir skoðaðir í samhengi við aðra staði í sögunni þar sem fjallað er
um höfuð Egils, kemur í ljós að það er ekki síst nefnt þegar hann er í geðshræringu
- útlit hans, látæði eða svipbrigði tjá þá það sem honum býr í hug - og/eða í
lífsháska, þ.e. þegar hann hættir bókstaflega höfðinu. Þannig er t.d. vikið að þvf
á einn eða annan veg, þegar sagt er frá framgöngu hans í Atley, einvígi hans við
Ljót bleika og síðar Atla hinn skamma, og í Vermalandsför hans.
Það eru ekki ný tíðindi að höfuð Egils gegni hlutverki í persónulýsingu hans
og atburðarás Eglu (sjá t.d: BSK/SÓ 1992 :xvi). Hér á eftir er hins vegar ætlunin
1 Þessi ritgerð er að litlum hluta til fyrirlesturinn „gjöf gulli betri“ sem haldinn var í Borgarnesi
27. 8. 1995 á þingi Stofnunar Sigurðar Nordals. Hann má telja framhald vangaveltna Bergljótar
S. Kristjánsdóttur og Svanhildar Óskarsdóttur í inngangi Egils sögu 1992 og stuttum fyriríestri
„Ufur, úlfur“ í Norræna húsinu 7. nóvember sama ár. - Gunnari Harðarsyni skal þakkað að
hann hefur lesið yfir þýðingar úr latínu og fært margt til betri vegar.
2 Þessar tölur miðast við að ekki séu taldar sagnir eins og „mæla“, „svara“ og „segja“.