Skáldskaparmál - 01.01.1997, Page 77
Primum caput
75
að leiða rök að því að það fari með fjölþættara hlutverk en gert hefur verið ráð
fyrir til þessa og kunni þar með að gefa ýmsar gagnlegar upplýsingar um söguna
í heild.
A tímabilinu frá 9. og 10. öld, sem er sögutími Eglu, og fram á 13. öld, sem
er sennilega ritunartími hennar, urðu víða í okkar heimshluta, t.d. í Englandi og
Frakklandi, gagngerar breytingar á hugmyndaheimi ritfærra manna. Tólfta öldin
er gjarna kennd við endurreisn enda virðist hún hafa alið ýmsar þeirra hugmynda
sem menn hafa löngum rakið til ítölsku endurreisnarinnar á 14. og 15. öld
(Packard 1973:150-51). Þá efldist m.a. áhugi manna á verkum ýmissa fornra
grískra og rómverskra hugsuða, eins og Aristótelesar og Cícerós, og einmitt af
glímunni við verk fornaldarinnar, spruttu upp hugmyndir um manninn, náttúr-
una og samfélagið, sem voru harla ólíkar þeim er hæst hafði borið aldirnar á
undan, en urðu undirstaðan fyrir mann- og samfélagsskilning næstu alda (sjá t.d.
Morris 1972:51—7). Ymsar þeirra má sjá í Eglu en í sömu mund er ljóst að í
sögunni er unnið með norræna sagna- og kvæðahefð sem á sér rætur í heiðni. Oft
er erfitt að meta hvernig þetta tvennt er samofið og hér verður m.a. reynt að varpa
ljósi á nokkur atriði sem það varða. Þá verður ekki síst reynt að benda á
hugmyndatengsl sögunnar við ýmis erlend verk sem sjaldan eða aldrei hafa verið
nefnd í umfjöllun um hana, þ.á m. Policraticus Johns frá Salisbury. Ekki verður
reynt að fjalla um allar frásagnir hennar af höfði Egils eða lýsingar á því, heldur
hugað að nokkrum völdum atriðum — og rætt urn aðrar sögur til samanburðar.
Skalli og Hatti
Hliðstæðutæknin sem einkennir Eglu, eins og svo margar Islendinga sögur, felur
m.a. í sér að ákveðnum einkennum manna er ekki síður lýst í umfjöllun um
nánustu ættingja þeirra en sjálfa þá. Höfuð Skalla-Gríms er t.d. sett á oddinn
löngu áður en vikið er að Agli. Þegar Grímur fær Beru Yngvarsdóttur að konu
segir sagan meðal annars:
Var Grímur þá hálfþrítugur að aldri og var þá sköllóttur. Síðan var hann kallaður
Skalla-Grímur. (Egils saga 1992:38)3
Þetta er ekki margorður texti. En lesendur hafa áður fengið að vita að Grímur
er bæði „svartur maður og ljótur“ og líkur föður sínum sem er af ætt hálftrölla og
berserkja, ber nafn úlfs og hefur að nokkru náttúru hans (3—4). Því er ekki
ósennilegt að fyrir sjónum þeirra rísi mynd af stórskornum ljótum haus þar sem
sérhver ófrýnn dráttur fær að njóta sín til hins ítrasta af því að hárið vantar. Og
sú mynd kann að gerast áleitin, t.d. vegna viðurnefnisins sem fylgir Grími söguna
á enda, og vegna frásagnarinnar af fundi hans og Haralds konungs. Þar lýsir
3 Þegar vitnað verður til Eglu, verður eftirleiðis vísað til þessarar útgáfu í meginmáli með
blaðsíðutalinu einu.