Skáldskaparmál - 01.01.1997, Qupperneq 78
76
Bergljót S. Kristjánsdóttir
konungsmaður þeim Grími og félögum hans svo að þeir séu „líkari . . . þursum
. . . að sýn en mennskum mönnum.“ (48) Síðar fylgir frásögnin konungi er hann
kemur auga á Grím og loks þegar þeir rveir hafa skipst á orðum og Grímur er
genginn í braut, er sagt að kóngur hafi mælt:
„Það sé eg á skallaþeim hinum mikla að hann er fullur upp úljiíðarog hann verður að
skaða þeim mönnum nokkurum er oss mun þykja afnám í ef hann náir. Megið þér
það ætla, þeir menn er hann mun kalla að í sökum séu við hann, að sá skalli mun
engvan yðvarn spara ef hann kemst í færi. Farið nú þá eftir honum og drepið hann.“
(50, breytt letur BSK)
Þessi orð eru að ýmsu leyti merkileg. Úlfsnáttúra Skalla-Gríms er nú t.d. tengd
höfði hans með samspili tvenndarinnar ‘skalli’ og ulfúð’. Þar með virðist gert ráð
fyrir að úlfúðin búi í höfðinu og þá sennilega heilanum en það kemur heim og
saman við sálfræðihugmyndir sunnar í álfunni sem rekja má til 12. aldar. 1 bók
Vilhjálms frá Saint Thierry Um eðli líkama ogsálar (De natura corporis etanimae),
sem rituð mun milli 1230 og 40 og sækir margt til Konstantíns frá Afríku og þar
nteð gríska eðlisfræðingsins Galens (Morris 1972:78; Jolivet 1992:129; Crombie
1953:27-8), segir m.a.:
Et sicut tota corporalis vitæ natura tribus se agit virtutibus, naturali vindelicet in
hepate, spirituali in corde, animali in cerebro, sic spiritualis vel rationalis usus in tres
se exerit potentias acilicet rationalitatem, concupiscibilitatem, irascibilitatem. (PL
180:718, breytt letur BSK)4
[Ogeins og öll náttúra hins líkamlega lífs felur í sér þrjú öfl, þ.e. hið náttúrlega í lifrinni,
liið andlega í hjartanu og hið dýrslega í heilanum, þannig fellur hin andlega og
skynsamlega starfsemi í þrennt, þ.e. skynsemi, fysi og bræði.]
En þar eð einnig virðist gert ráð fyrir í Eglu að hugsunin búi í höfðinu, eins og
Sigurður Nordal (1933:254) benti á í útgáfu sinni, er heldur ekki útilokað að
sagnritarinn - og/eða heimildir hans - hafi dregið þá ályktun af reynslu að heilinn
hýsti bæði þanka og ástríður, líkt og ýmsir forverar Aristótelesar, t.d. Platón, töldu
hann bústað sálarinnar (Plato 1961,73c; sjá einnig Sigurjón Björnsson 1985:63).5
4 Hér má geta þess í framhjáhlaupi - af því það kann að varpa nokkru ljósi á Kveld-Úlfsniðja —
að Vilhjálmur frá Saint Tierry lítur svo á að bráðlyndið eða reiðin (ira) sé órjúfanlega tengd
kærleikanum (charitas) enda eigi þau hitann (fervor) sameiginlegan. Sömuleiðis skal nefnt að
Vilhjálmur var góðvinur Bernharðs ábóta í Clairvaux en þangað kom Áskell erkibiskup ! Lundi
- sem vígði Klæng biskup (Biskupa sögurl 1858:80) - oftar en einu sinni og fluttist reyndar
þangað þegar hann lét af störfum (Ceglar 1971:30-60; Weibull 1931:270). Áskell var með
öðrum orðum hagvanur á stað þar sem menn voru gagnkunnugir verkum Vilhjálms og sömu
sögu er að segja um Þorlák Þórhallsson sem var við nám í París fáum árum eftir að Vilhjálmur
féll frá (1147 eða 8) (Biskupa sögurX 1858:92; Bogi Th. Melsted 1907-15:802-3; Ceglar
1971:192).
5 Ætla má að einhverjir íslendingar á miðöldum sem urðu vitni að því að fólk með „höfúðmein"
missti mál eða minni og varð jafnvel ært, hafi dregið af því þá ályktun að hugsun og ástríður