Skáldskaparmál - 01.01.1997, Blaðsíða 82
80
Bergljót S. Kristjánsdóttir
Nú kann einhver að hugsa sem svo að samspil orðanna „skalli“ og „hattur“ eða
„höttur“ í Eglu hljóti að vera dlviljun. Það væri þá merkileg dlviljun með tilliti
til þess að orðin skjóta upp kollinum einmitt þegar Grímur hættir lífi sínu á fundi
Haralds konungs og síðar þegar sonur hans, Egill, hættir lífi sínu á fundi Eiríks
jarls, sonar Haralds.11 Ekki er ósennilegt að sá sem reit Eglu hafi þekkt hugmyndir
úr evrópsku lagamáli um konunginn sem sól, t.d. úr skrifum Johns frá Salisbury
sem nánar mun vikið að síðar (PL 199:629; sjá einnig Kantorowicz 1981:101).
Að minnsta kosti virðist einsýnt að sú sól sem vargarnir Grímur og Egill hlaupa
á undan og eftir er á einn eða annan hátt táknmynd norska konungsins.
Ef marka má Snorra-Eddu og úrvinnslu hennar úr Eddukvæðum, hafa a.m.k.
einhverjir kristnir menn á 13. öld skilið goðsöguna urn sól og úlfa á þann veg að
sólinni væri borgið meðan íbúar þessa heims höguðu sér sem skyldi, en í
ragnarökum gleypti annar úlfurinn sólu en hinn tungl, og við hlutverki sólarinnar
tæki dóttir hennar í nýjum og betri heimi (SnE 1:186-8). I Eglu er ekki verið að
boða dómsdag heldur er gömul mýta nýtt - líkt og í ýmsum öðrum sögum frá
svipuðum tíma12 — til að segja tiltekinn sannleik um söguefnið með táknrænum
hætti: konungar koma ekki aðeins til valda heldur hrökklast einnig af stóli og
nokkru skiptir hvernig þeir fara með vald sitt. Og þá er vert að hafa í huga að
úlfarnir, sem hlaupa á undan og eftir sólu, eru ekki skaðræðisgripir ef litið er á
goðsöguna í heild. Þegar Edda segir að það þyki „mikit mein“ er annar úlfurinn
gleypir sólu og hinn geri „mikit úgagn“ er hann gleypir tungl, er sjónarhornið
bundið þeim sem vænta dauða síns (SnE 1:186). Ulfarnir tveir gegna hins vegar
mikilvægum starfa við endurnýjun heimsins — þeir eru ein forsenda þess að upp
rísi nýr heimur og ný sól „eigi ófegri“ en sú sem fyrrum var (SnE 1:204).
Ymis dæmi mætti taka um hvernig unnið er með goðsöguna í Eglu en hérskulu
aðeins nefnd tvö. Samkvæmt Eddu og Völuspá munu „Bræðr . . . berjast ok at
bönum verðast“ og „vargöld" mun m.a. ríkja í heiminum áður en úlfarnir gleypa
sól og tungl (SnE 1:186). I Eglu fær Borgarbóndinn ekki rekið mál sitt að lögum
á Gulaþingi, drepur þá Ketil höð í misgripum fyrir konung og er gerður útlægur;
þá gerist það að Eiríkur konungur berst við bræðursina. tvo og banar þeim — um
líkt leyti og upphefst „vargöld“, þ.e. úlfurinn Egill stendur fyrir vígum ríflega 30
11 Einar Pálsson hefur fyrr fjallað um tengsl úlfanna í Egils sögu við frásagnir Snorra-Eddu og
Grímnismála en getur ekki nafnanna Skalli og Hatd í Hauksbók. Rannsóknir Einars beinast og
að ýmsu leyti að öðrum þáttum en hér og hann dregur aðrar ályktanir af efninu. (sjá Einar
Pálsson 1990:14-22; 186-93 og 297-325 t.d.) Eftir að fyrirlesturinn „gjöf gulli betri“ var
fluttur, komst ég að raun um að Karl Gunnarsson (1995) hafði skrifað urn úlfana í Egils sögu
nokkru fyrr og sömuleiðis Gurjewitsch. Karl byggir m.a. á skrifum Einars Pálssonar, tengir úlfana
goðsögunum um Skoll og Hata og baráttu bænda og konungs en ýmsar hugmyndir okkar og
meginniðurstöðurerugagnólíkar. Svipaðasöguerí raun aðsegjaum Gurjewitsch (1994:83-99);
hann kallar Egil „varúlf' og telur að samtímamenn hans (þ.e. 10. aldar menn) hafi tengt
skáldskaparnáttúru hans, galdrakúnst og líkamlegt atgervi Utgarði, bústaði jötna. Ulfsnáttúruna
tengir hann hins vegar ekki átökum Skalla-Gríms og Egils við konungsvaldið á þann veg sem
hér er gert.
12 Sem dæmi um notkun goðsagna í öðrum sögum má nefna umfjöllun um Skúla jarl í vísum
Hákonar sögu (Bergljót S. Kristjánsdóttir 1994:107-8).