Skáldskaparmál - 01.01.1997, Page 85
Primum caput
83
raun með tvennum hætti, annars vegar með frásögnum af viðskiptum hans og
Egils; hins vegar með frásögnum af innbyrðis baráttu Haraldssona um völd í
Noregi. Viðskiptunum við Egil er gert miklu hærra undir höfði en valdabaráttu
bræðranna, ekki aðeins af því að saga skáldsins er lykilatriði heldur og af því að
þau þjóna sem skýringardæmi við að Eiríkur hverfur af konungsstóli. Sagan segir:
Hákon [Aðalsteinsfóstri] fór norður til Þrándheims. Var hann þar til konungs tekinn.
Voru þeir Eiríkur um veturinn báðir konungar í Noregi. En eftir um vorið dró
hvortveggi her saman. Varð Hákon miklu jjölmennri. Sá Eiríkur þá engan sinn kost
annan en flýja land. (143, breytt letur BSK)
I þessari frásögn er óþarft að taka fram hvers vegna Eiríkur fékk ekki nægan
liðstyrk til að halda völdum. Aður hefur verið rakið hvernig hann lét viðgangast
að lög voru brotin á Agli og gerði hann því næst útlægan. Hann hefur m.ö.o. birst
í sjálfri frásögninni sem „lögbrigðir" (134) og „fólkmýgir“ sem „grandar" véum
(132) þannig að afskipti hans af máli Egils - ásamt því að hann hefur gerst
bræðrabani - skýra hvers vegna hann nýtur ekki hylli. I ofanálag hefur hann með
framgöngu sinni uppskorið níð Egils sem menn geta litið svo á að hafi skipt
sköpum fyrir atburðarásina.
Seinna í sögunni þegar Gunnhildur kona Eiríks hvetur hann til að drepa Egil,
og Arinbjörn reynir að finna lausn, sem honum þykir sæma bæði fóstbróður
sínum, konungi, og vini sínum, Agli, leggur Arinbjörn áherslu á að konungur
fremji ekki „morðvíg“ og segir m.a.:
En þó að Egill hafi stórt til saka gert við yður þá lítið þér á það að hann hefir mikils
misst fyrir yðrum frændum. Haraldur konungur faðir þinn tók af lífi ágætan mann,
Þórólf föðurbróður hans, af rógi manna en af engum sökum. En þér konungur brtituð
lögá. Agli fyrir sakir Berg-Önundar, en þar á ofan vilduð þér hafa Egil að dauðamanni
og drápuð menn af honum en rænduð hann fé öllu, og þar á ofan gerðuð þér hann
útlaga og rákuð hann af landi, en Egill er engi ertingamaður. En hvert mál er maður
skal dœmavzrður að líta á tilgerðir. (147-8, breytt letur BSK)
Enda þótt leiða megi rök að því að Arinbjörn sé ekki alls kostar óhlutdrægur í
málflutningi sínum, breytir það ekki því að hann er einhver heilsteyptasta persóna
sögunnar sem talar hér sem nánasti vinur bæði Eiríks konungs og Egils. Og vert
er að taka eftir að hann fjallar einkum um ábyrgðina sem hvílir á konunginum
sem dómarn og leggur höfuðáherslu á að konungur sé bundinn af lögunum og að
réttvísin stjórni í gegnum hann. Hann talar í raun eins og það sé sjálfgefið að
konungur vilji fara að lögum. Og ekki fer milli mála að konungur skilur hann
svo. Næsta dag þegar Arinbjörn hefur sagst munu leggja líf sitt að veði fyrir Egil,
og skáldið hefur flutt sína Höfuðlausn, segir konungur m.a. við Egil:
En eg gef þér nú höfuð þitt að sinni. Fyrir þá sök er þú gekkst á mitt vald, þá vileg
eigi gera níðingsverk á þér. (151, breytt letur BSK)