Skáldskaparmál - 01.01.1997, Side 86
84
Bergljót S. Kristjánsdóttir
Sagan hefur látið að því liggja að nokkru muni ráða um ákvörðun konungs að
hann er landvarnarmaður Aðalsteins Englandskonungs og nú bætist við að
Arinbjörn hótar að skilja við hann með liði sínu öllu. Hin eiginlega ástæða til að
hann gefur Agli líf er því án efa að hann á naumast annarra kosta völ. Engu að
síður er ekki annað að sjá en orðræður hans og Arinbjarnar endurspegli hugmynd-
ir Johns frá Salisbury um tvöfalda náttúru höfðingjans — hann sé alvaldur en um
leið albundinn af lögunum — og þar með vangaveltur hans um konung konung-
anna, Krist, sem var bundinn lögunum ekki af nauðsyn heldur vilja (sjá t.d. PL
199:543). Eða með öðrum orðum: Arinbjörn reynir að fá Eirík til að gefa Agli líf
með því að skírskota til hugmynda um skyldur höfðingjans; þegar það dugir ekki
til, hótar hann að snúast gegn honum og Eiríkur sér sinn kost vænstan að sleppa
Agli en reynir ‘að halda haus’ með því að láta sem hann sé réttlátur höfðingi er
vilji fara að lögum.
Jórvíkurförinni og Höfuðlausn er skipað niður nokkurn veginn í miðju þess
hluta sögunnar sem segir af Agli. I Jórvík vinnur Egill og sinn stærsta sigur, eins
og skýrast birtist í því að Arinbjörn gefur honum sverðið Dragvandil, sjálft
veldistákn ættarinnar. En frásögnum af höfði Egils er ekki lokið. Það eru þó ekki
dregnar af því sérstakar myndir er hann stendur frammi fyrir Hákoni Aðalsteins-
fóstra. Sú breyting verður enda á að nú fær Egill náð lögum, býður í ofanálag
konungi þjónustu sína í listilegri tölu líkt og Skalla-Grímur hafnaði konungs-
þjónustu fyrr, en Hákon afþakkar hana og ráðleggur Agli að halda sig á Islandi.
Andstæðurnar konungurinn sem æðsta höfuð og höfðinginn, sem ber höfuð ofar
öðrum ókonungbornum, lifa þó söguna á enda og eru ítrekaðar á ýmsa vegu.
Innskot — Ónnur höfuð, aðrar sögur
Áður en lengra er haldið er líklega vert að spyrja hvort íslenskir eða norrænir
sagnaritarar á miðöldum hafi nýtt líkama Krists sem tákn í verkum sínum, líkt
og ýmsir lærðir menn sunnar í álfunni, og hvort ástæða sé til að ætla að þeir hafi
þekkt eitthvað til Johns frá Salisbury og kenninga hans.
I fornum sögum máfinna mörgdæmi sem sýna að íslenskirsagnaritararþekktu
hugmyndina um corpus Christi og notuðu hana ekki síður er þeir ræddu um
valdamenn utan kirkju en þegar þeir ræddu um höfðingja kirkjunnar eða „hofiið
allravaldra [lat. electus-. útvalinn] manna, lifandegvðsson“ (Mariusaga 1871:193,
breytt letur BSK). Hins vegar er ekki unnt að segja nákvæmlega til um hvenær
hefur verið byrjað að nota hana í norrænum ritum, þar eð skýrustu dæmi um hana
eru í verkum sem varðveitt eru í handritum frá 14. öld. Menn hafa þó allajafna
verið samdóma um að sum þessara verka væru upphaflega samin eða þýdd á 13.
öld og jafnvel fyrr. Þannig hefur t.d. verið gert ráð fyrir að Ræða Sverris konungs
Sigurðarsonar gegn klerkum væri samin meðan hann var enn á dögum - og þar
með einnig hin kunna lýsing hennar á kristnu samfélagi sem líkama - enda þótt
hún sé aðeins varðveitt í handritinu AM 114 a, 4to sem er frá fyrri hluta 14. aldar
(sjá t.d. En tale mot biskopene 1931:55; Breiteig 1966:23; Gunnes 1971:7).