Skáldskaparmál - 01.01.1997, Page 87
Primum caput
85
Svipaða sögu er að segja um Elucidariusþýðingu þá sem varðveitt er í handritinu
AM 675 4to frá 14. öld og segir að heilög kristni guðs samtengist honum og gerist
einn líkami með honum (Eluc:79). Hún er talin byggjast á eldri þýðingu frá 13.
öld (Eluc:xc).
Ljóst er að táknmálið eins og það er útfært í þýðingunni á Elucidariusi og Ræðu
Sverris á ekki við ríkisheildina svo sem hjá John frá Salisbury. Fyrra verkið sníður
allegóríu sína ekki aleinasta að kirkjunni heldur nefnir valdsmenn utan kirkju
ekki einu orði en í því síðara eru konungarnir t.d. „hjarta og brjóst“ þess líkama
sem táknar kristið samfélag (En tale mot biskopene 1931:1).1 s Ahrifa Policraticusar
virðist hins vegar gæta í einni þýðingu á Jóns sögu helga Gunnlaugs munks. Þar
lætur Sigurður ullstrengur þessi orð falla þegar Gísl Illugason hefur vegið hirð-
mann Magnúss berfætts:
„þat hygg ek flesta vita munu, þá sem hér eru komnir, at nú er veginn lögunautr vorr
Gjafvaldr, ok kom maðr af íslandi utan, er sakir þóttist eiga viðr hann, hafandi þá atför,
at hann veitd honum þegar banasár, en leitaði eigi eptir bótum, sem öðrum mönnum
[er] títt; man oss svá sýnast konúngs mönnum, sem lítið mani fyrir þikkja at drepa
hirðina, ef þessa skal eigi hefna. Nú má vera, atpeir láti svá ganga allt at höfðinu, ok
þyrmi eigiheldr konúngitium en öðrum mönnum. (Biskupasögurl 1858:222, breytt letur
BSK)
Saga Gunnlaugs munks af Jóni helga mun samin við upphaf 13. aldar en
ósennilegt er talið að frásögnin af Gísl hafi verið í upphaflegri gerð hennar
(Louis-Jensen 1977:113-22). Hún mun hins vegarhafa verið í 13. aldar riti, Gísls
sögu, sem nú er glötuð.16
Svo er og að sjá sem í Ólafs sögu helga í Heimskringlu finnist dæmi um að orðið
„höfuð“ sé notað í merkingunni ‘konungur / yfirvald’ eða vísi til valds hans/þess.
Þetta er ekki síst í vfsum sem kenndar eru Sighvati Þórðarsyni.1 I einni þeirra —
sem hann er sagður hafa ort er hann frétti af liðsafnaði Knúts konungs og Hákonar
jarls gegn Ólafi digra - kemur t.d. íyrir orðalagið að kaupa saman höfðum sem
túlka má ‘að eiga kaup um yfirvald’, þ.e. ‘skipta um konung’ (Snorri Sturluson
1991:451).18 í annarri segir hann:
15 Anne Holtsmark rekur táknmálið í RæðuSverris rakleiðis til Policraticusar (En tale mot biskopene
1931:60) en Erik Gunnes (1971:73-82), sem gerirgrein fyrir hvað er líkt og ólíkt með táknmáli
Policraticusar, Ræðu Sverris og Elucidariusi, telur að allegóría ræðunnar kunni upprunalega að
vera „et polemisk motstykke til Johns allegori“ (82).
16 í Gísls þætti, sem er í Magnúsar sögu berfætts í Huldu, fer Sigurður ullstrengur hins vegar með
sömu töluog í þýðingunni á Jónssögu, þó orðalag sé á stöku stað annað (Hulda [in spe] 137-8).
Huldaer 14. aldar safnrit en ekki verður sagt með vissu frá hvaða tímaþýðingjóns sögu er. Hún
mun þó naumast yngri en frá fym hluta 14. aldar. Jonna Louis-Jensen (1977:122) hefur leitt
rök að því að bæði þýðingin og Hulda byggi frásagnir sínar af Gísl á sama texta, Gísls sögu, sem
nú sé glötuð. Gera má ráð fýrir að sú saga hafi verið frá 13. öld og þá urn leið að í henni hafi
konungurinn verið nefndur höfuð.
17 Hér skal minnt á samanburð Baldurs Hafstað (1994) á Agli og Sighvati.
18 I Heimskringluútgáfunni sem hér er vitnað til er „höfuð“ skýrt svo: ,,((hér) e.t.v. yfirvald)“ en
þar er gert ráð fyrir að orðalagið að kaupa saman höfðum merki ‘elda grátt silfur’.