Skáldskaparmál - 01.01.1997, Síða 88
86
Bergljót S. Kristjánsdóttir
Hafa allframir jöfrar
út sín höfuð Knúti
færð úr Fífi norðan,
friðkaup var það, miðju.
Seldi Ólafr aldrei,
oft vó sigr, hinn digri
haus í heimi þvísa,
hann, engum svo manni.
(Snorri Sturluson 1991:413, breytt letur BSK)
Orðin „seldi haus“ hafa hér greinilega merkinguna að ‘selja vald sitt og ríki’. Loks
má nefna hið einkennilega orðalag „Höfuðfremstr jöfur“ sem kemur fyrir í
Knútsdrápu sem Sighvati ereignuð (Snorri Sturluson 1991:455). Það verður best
skýrt í ljósi þess að í lagamáli suður í Evrópu var talað um konunga sem ‘höfuð’
eins og fyrr var nefnt.
En hér skiptir mestu að í einni gerð Tómasar sögu erkibiskups lætur sögumaður
eftirfarandi orð falla áður en hann skýrir frá bréfi sem Tómas sendir Hinriki
konungi II:
Maa þat ok sannliga segia af þeiri aulld, sem nu var i Einglandi, at illuiliudunt manni
var lett at lifa ok leika i hærri stett ok lægri, þuiat eingi faanz saa, er ntot stædi. Hofdingi
landzins uar ollumpeim samuinnandi, er login smaadi, ok þat skilr Thomas erchibyskup,
at þar af eflaz allar uhæfur, þuiat siukt hofiit angrar alla limu. [ Thomas saga erkibyskups,
391, breytt letur BSK]
Stefán Karlsson (1973:227-38) telur að þessi gerð sögunnar sé eftir Arngrím
Brandsson og rituð fyrir 1343. Hún er þar með töluvert yngri en Egla, ef gert er
ráð fyrir að hún sé samin einhvern tíma á árunum frá 1220-60. Hún gæti hins
vegar verið heldur eldri en Möðruvallabók og Wolfenbúttelbók, elstu handritin,
sem varðveita Eglu nokkurn veginn í heilulíki, ogeru bæði talin verafrá 1330-70
(ONP 1989:433 og 493). En til er eldri gerð Tómasar sögu, ýmis brot, og
heimildir um að Bergur Gunnsteinsson (uppi 1160—1230?, sjá Foote 1961:444)
hafi sett saman sögu hans en sú saga hefur verið samin á fyrstu áratugum 13. aldar,
um 1200 eða enn fyrr (Foote 1961:445; Stefán Karlsson 1973:241). Það sem
varðveist hefur af íslensku/norrænu sagnaefni um Tómas sýnir að sagnaritararnir
hafa byggt á erlendum heimildum (Stefán Karlsson 1973; Foote 1961).19 Þeir
hafa m.ö.o. lesið rit sem skrifuð voru á latínu um erkibiskupinn og átök kaþólsku
kirkjunnar og konungsvaldsins á Englandi. Þegar við það bætist að heimildir eru
að minnsta kosti unt þrjá Islendinga, sem fara til Englands og dveljast þar við nám
eða vitja grafar Tómasar biskups (sjá t.d. Stefán Karlsson 1973:240-241; Bogi
Th. Melsted 1907-15:802-3, 806 og 808) -þ.e. Þorlák Þórhallsson, Pál Jónsson
'9 Ekki er fullljóst hvort íslendingar hafa samið alla textana (sjá t.d. Stefán Karlsson 1973:239-40).