Skáldskaparmál - 01.01.1997, Síða 91
Primum caput
89
sá sem höfuðið ber, lýsir því og segir hug sinn til þess er annað uppi, enda þótt
ytri einkenni séu enn rakin. Tilfinning einstaklingsinssem á allt sitt undir að halda
lífi og það sem býr að baki hamnum, sækir að lesandanum af því að höfuðið reynist
prýtt ýmsum einkennum hins skynuga manns: Því fylgja dökk augu undir
miklum brúnum, munnur sem mælir fram ljóð, tunga, tennur, eyru og heyrn.
Aðferðin sem hér er notuð er þekkt úr mælskufræðum miðalda. I óðfræði
Matthíasar frá Vendóme, sem var eitthvert vinsælasta rit sinnar tegundar á 12.
öld, er t.d. gert ráð fyrir að mannlýsingar miði að því að lasta eða lofa ákveðna
einstaklinga og þá um leið að mönnum skuli lýst ísamrœmi viðpaðhvernigþeim
sem lýsirfellur viðpá (Faral 1971:184). Þar er einnig mælt með að fjallað sé um
þau höfuðeinkenni manna sem orðspor fer af (Faral 1971:120) — sbr. Ijótleikann,
úlfseinkennin og skáldskapargáfuna.
En meðan aðferðin í vísunum vitnar um þekkingu á mælskufræðum, vísa
yrkisefnið og afstaðan til þess til annars konar lærdóms. Eftirtektarvert er að þó
lýsingin á höfði Egils og skynfærum sé harla nákvæm, er hvergi minnst á nefið og
lyktarskynið. Hvernig ætli standi á því? í Policraticusi eru dómarar og héraðshöfð-
ingja, „judices etprœsidesprovinciarum ", sagðir augu, eyruog tungaríkisins meðan
þjóðhöfðinginn er höfuðið - og skáldið gerir sér mat úr því (PL 199:540, breytt
letur BSK). En „tannfjöldin" er viðbót þess og að hluta til stórkarlalegt skop þar
eð ekki er ýkja langt um liðið síðan úlfurinn Egill beit Atla hinn skamma á
barkann.22 Það gefur tilefni til að nefna að í Policraticusi er ekki aðeins notað
sérstakt táknmál um ríkið og sett fram tímamótatúlkun á skyldum höfðingjans.
Þar er líka fjallað um ýmsa hjátrú hirðarinnar, t.d. þá trú manna að ákveðin dýr
sem verða fyrir tilviljun á vegi þeirra, séu forboði þess sem koma skal. Þá kemur
fram að mönnum þyki gott að mæta úlfi því að hann sé að þeirra hyggju boðberi
hinsgóða, „boni . . . nuntius" (PL 199:412).
Enda þótt ævinlega sé vert að fara með gát þegar reynt er að aldursgreina verk
með hliðsjón af hugmyndasögu, skal ekki ósagt látið að hið skynuga höfuð Egils
gætive.rið afkvæmi aristótelísku byltingarinnar á 13. öld — þegar ‘hinn náttúrlegi
maður’ var aftur hafinn til vegs eftir að ‘hinn kristni’ hafði um aldir setið í öndvegi
(Ullmann 1975:269—70). Stök atriði í lýsingu höfuðsins í Arinbjarnarkviðu, t.d.
hin svörtu augu, minna á lýsingar á öðrum skáldum í íslenskum miðaldabók-
menntum eins og Baldur Hafstað hefur nefnt (1994:112). En hið merkilega við
hana er ekki einvörðungu það sem er líkt með öðrum íslenskum frásögnum heldur
hitt sem er ólíkt. Egill lætur sér t.d. ekki nægja að lýsa höfði sínu. Hann getur
þess sérstaklega að munnurinn hafi borið fram höfuðlausnina og vekur þar með
athygli á að eigindir hans sjálfs hafa borgið lífi hans. Hann hefur m.ö.o. haft áhrif
á eigin sögu og er þá að sínu leyti pólitískt dýr ekki síður en borgari Aristótelesar
(Aristotle 1941:1117—1205, t.d.). Egill nefnir líka tunguna og tennurnar strax á
eftir munninum, en næst á undan eyrum og „hlustum", þannig að hvað sem öllu
skopi líður er mestumvert að þau eru talfæri - jafnframt því sem tungan kallast á
22 Hér má nefna að Matthías afVendóme taldi sjálfsagt að blanda saman skopi og alvöru efblandan
skyggði ekki á fyrirhugaðan tilgang verks (Faral 1971:160); sjá einnig: Galyon 1980:18).