Skáldskaparmál - 01.01.1997, Síða 93
Primum caput
91
verið. Það má ráða afýmsum kveðskap og jafnvel nöfnum skálda í sagnfræðilegum
miðaldaritum eins og Sturlungu og Heimskringlu - svo ekki sé rætt um Islendinga
sögur einar. Nefna má ‘Jöklana’ tvo, Þóri jökul og Jökul Bárðarson, sem báðir
yrkja ógleymanlegar andlátsvísur og bera í heitri sorg sinni nafn þess náttúruíyr-
irbæris sem kaldast verður (Sturlunga I 1988:423-4; Snorri Sturluson 1991:495)
og Sighvat Þórðarson, 10. og 11. aldar manninn, sem yrkir á köflum líkt og 13.
aldar maður, samanber það sem fyrr var sagt.
Með tilliti til Arinbjarnarkviðu og Eglu er hins vegar vert að hafa í huga að
John frá Salisbury gefur í skyn í Policraticusi, að hann muni ekki aðeins nýta sér
eldri höfunda heldur uppdikta nýja þegar nauðsyn krefji, skapa auctores fictos,
skáldaða höfunda (PL 199:388; sjá einnig Scanlon 1994:91). Því fylgir hann t.d.
eftir með því að eigna Plútarki verkið Institutio Traiani, sem rannsóknir benda til
að muni vera skáldskapur hans sjálfs (sjá t.d. Martin 1984:194-5).25
Primum caput
Þegar Egill er endanlega sestur að á Islandi, ríkir hann í héraði eins og allvaldur
og talar sem slíkur. Hann er yfirleitt óáreitinn við granna sína en líkt og
Noregskonungar vísar hann þeim af búi sem honum þykir etja um of kappi við
sig. Þá birtist hann vísast sem læknir í sfnu heimahéraði - þó í öðrum skilningi
sé en er hann læknar Helgu Þorfmnsdóttur í Noregi — sem héraðshöfðingi er bætir
það sem miður fer hjá þegnunum medicinaliter, þ.e.a.s. með viðeigandi meðulum.
Samkvæmt Policraticusi var það eins og hver annar sjúkdómur sem höfðingjanum
bar að lækna, er einn einstaklingur ógnaði heildinni, líkamanum, með gerðum
sínum (PL 199:529; sjá einnig Struve 1984:311). í slíkum tilvikum skyldi
höfðinginn sem jafnan fara að lögum og það gerir Egill að sínu leyti. En þar eð
hann veit að nokkru skiptir fyrir lyktir mála hvaða dómari velst til að túlka lögin,
beitir hann orðlistinni til að fá einn og sjálfur að kveða upp dóm yfir granna
sínum. Og svo er að sjá sem hann hafi seinna í flimtingum að ekki hafi óskoruð
réttvísi stjórnað dómi hans:
Spandi [3: vélaði] eg jörð með orðum
endr Steinari úr hendi. . . (235)
segir hann. Þversögnin um alvaldinn albundinn af lögunum er furðu nærri
þegar Egill gerir „einn . . . um mál. . . svo sem hann vill“ (229).
Þegar allt kemur til alls er Egla sennilega ekki bara saga af tiltekinni ætt og
tilteknum einstaklingi, heldur einnig sagan af hinu íslenskaprimum caput. Rauði
þráðurinn í henni er að höfuð Skalla-Gríms og afkomenda hans stendur að sínu
leyti jafn hátt og höfuð norsku konungsfjölskyldunnar enda ræður það yfir gáfu
Menn eru ekki á einu máli um hvort umrætt verk sé upprunalegt eður ei. Liebeschutz taldi það
smíð Johns frá Salisbury, eins og Martin nefnir, en á öndverðri skoðun er t.d. Kerner
(1984a:203-6).