Skáldskaparmál - 01.01.1997, Page 99
„Var eg ein um látin“
Kvennatal í Laxdælu
GUÐRÚN INGÓLFSDÓTTIR
I
I bók sinni um Laxdœla sögu fjallar Margaret A. Madelung um það hvernig
höfundur notar tungumálið og ýmiss konar stílbrögð á einkar hnitmiðaðan hátt.
Hún segir m.a.:
With noteworthy consistency the author lends extra weight to ordinary meanings of
words, playing on their ambiguous overtones. So, too, emphasis, placement, and
repetition regularly serve both to carry veiled hints regarding what probably will
happen and also ultimately to fulfill expectations thus aroused. Such practices clearly
display the author’s interest in language and bear witness to his feeling for its potential
beyond the discursive level (Madelung 1972:32).
I Laxdœla sógu gegnir tungumálið og það hvernig persónur verksins beita því
þannig lykilhlutverki þegar túlka á söguna í heild. En þögnin er ekki síður hlaðin
merkingu. Ekki er fátítt að menn þegi þunnu hljóði sé þeim rnikið niðri fyrir.
Guðrún svarar t.d. ekki skeytum Kjartans þegar hann auðmýkir hana með því að
hafa af henni öndvegið í veislu að Hjarðarholti og ekki ræðir hún heldur um
moturinn, hvorki til lofs né lasts. Bolli hverfur og af vettvangi, flýr samtalið, þegar
Laugamenn hnjóða í Kjartan eftir að hann hefur dreitt þá inni. I Laxdalu heyrum
við mikið af hálfsannleik (með þeinr meðulum fær Bolli t.d. Guðrúnar) og
Guðrún talar iðulega þvert um hug sér.
Ást milli karls og konu og tilfmningatengsl manna eru eitt megintema sögunn-
ar, en svo virðist sem bæði Guðrún og Bolli séu á stöðugum flótta undan
tungumáli tilfinninga. Einar Ólafur Sveinsson segir m.a. í formála sínum að
Laxdala sögu:
Það, sem meira er sagt af tilfmningum manna, fellur því mikið til í hlut söguritarans:
hann segir frá því að mestu í eigin nafni. Hann kemur þannig öllu meira fram en vant
er í íslendingasögum (Einar Ól. Sveinsson 1934:XVII).
Guðrún og Bolli reyna að dyljast með þögn eða hálfum sannleik, en höfundur
kemur oftar en ekki upp um þau, og skapar þannig togstreitu í lýsingu þessara
persóna. Kjartan Ólafsson reynir hins vegar að stjórna orðræðunni og beygja hana
undir sig með tilskipunum, tungutaki sem er andhverfa við tungutak ástríðna.
Það er t.d. táknrænt að Guðrún neyðist til að hvísla til að ná fram vilja sínum við