Skáldskaparmál - 01.01.1997, Page 100
98
Guðrím Ingólfidóttir
Hrefnu, eins og nánar verður vikið að síðar, og það er í reynd ekki fyrr en með
dauða Kjartans að Bolli og Guðrún tjá sig á opinskárri hátt um tilfinningar sínar.
Kjartan virðist á hinn bóginn ekki fær um að mynda tilfmningatengsl við nokkurn
mann á jafnréttisgrundvelli. Honum er ekki ósvipað farið og Höskuldi afa hans,
því erfitt er að sjá hvora hann leikur grár, Ingibjörgu konungssystur eða Guðrúnu
(sbr. Bergljót Soffía Kristjánsdóttir 1993:xvii).
Kvennatal og samskipti kvenna í Laxdœlu er efni sem lítt hefur verið rannsakað.
Það er á hinn bóginn einkar forvitnilegt í ljósi þess að þótt konur séu afar áberandi
í sögunni skiptast þær lítt á orðum. Hér á eftir verður fjallað um samskipti kvenna
í Laxdœlu.
II
1. Jórunn og Melkorka
Þegar Höskuldur Dala-Kollsson kemur heim úr utanför sinni, hefur hann frillu
í farteskinu, en sú nefnist Melkorka og er mállaus. Jórunn kona hans verður lítt
hrifin en Höskuldur ræður því að frillan er tekin inn á heimilið.1 Við það tækifæri
verður Jórunni að orði:
Eigi mun eg deila við frillu þína þá er þú hefir flutt af Noregi þótt hún kynni eigi góðar
návistir en nú þykir mér það allra sýnst ef hún er bæði dauf og mállaus (íslendinga sögur
II 1986:1548).2
Jórunn neitar með öðrum orðum að deila völdum sínum á búinu með frillunni,
en það sem hún setur fyrir sig er heyrnar- og málleysi Melkorku. Tungumálinu
fylgir vald, vald til að stjórna lífi annarra með tilskipunum. Mál- og heyrnarleysi
frillunnar gerir það að verkum að hún lætur ekki að stjórn og er því örðugur
andstæðingur. Jórunn krefst þess hins vegar að Höskuldur fái Melkorku þann
starfa að þjónusta þau hjón. Síðar kemst Höskuldur að því að Melkorka er ekki
mállaus, þegar hann kemur að henni og syninum Ólafi pá í samræðum. Það er
táknrænt að í því samfélagi og þeirri stöðu sem Melkorka er, þá er hún mállaus
en sonurinn tvítyngdur („Heiman hefi eg þig búið svo sem eg kann best og kennt
þér írsku að mæla ...“ {íslendinga sögur II 1986:1560)). Ekki líkar Jórunni betur
við frilluna við þessi tíðindi (enda talar hún írsku en ekki íslensku og er því
jafnerfið í tjáskiptum, en aukinheldur er Melkorka nú móðir eftirlætissonarins)
og eitt sinn er Melkorka dregur leppana af Jórunni segir sagan:
1 Til gamans má benda á að ýmsir grískir harmleikir fjalla m.a. um þær skelfilegu afieiðingar þegar
eiginmaðurinn ber nýja konu inn á heimilið (t.d. Trakynjur eftir Sófókles og Medea eftir
Evripídes). Margir forngrískir spekingar (t.d. Xenofón) mæltu og rnjög með einkvæni, enda
töldu þeir að þannig væri heimilisfriðnum best borgið.
2 í Möðruvallabók (AM 132 fol) stendur: „þótt hun kynni góðar návistir“ (160r). Nokkur
merkingarmunur er á þessum leshætti og þeim sem hér er prentaður eftir Vatnshymu en hann
skiptir ekki sköpum fyrir tdlkun mína.