Skáldskaparmál - 01.01.1997, Page 101
Var eg ein um látin
99
Og litlu síðar er Jórunn gekk að sofa togaði Melkorka af henni og lagði skóklæðin á
gólfið. Jórunn tók sokkana og keyrði um höfuð henni. Melkorka reiddist og setti
hnefann á nasar henni svo að blóð varð laust. Höskuldur kom að og skildi þær.
Eftir það lét hann Melkorku í brott fara og fékk henni þar bústað uppi í Laxárdal.
Þar heitir síðan á Melkorkustöðum. Þar er nú auðn (Islendingasögur11 1986:1548—49).
Eiginkonunni og frillunni er ekki áskapað að tala sama mál, þær neyðast til að
láta verkin tala. Sagan lýsir báðum þessum konum á jákvæðan hátt, Jórunn er
sögð vitur kona og skörungur en höfðinglegt yfirbragð Melkorku leynir sér ekki.
Svo illa er hins vegar komið fyrir þeim að þær verða að eigast við á plani þar sem
ríkir stjórnlaust ofbeldi. En þó að slagsmálþeirra séu orðlaus, þá eru þau hlaðin
merkingu. Þegar Jórunn keyrir sokkana um höfuð Melkorku kemur óhjákvæmi-
lega upp í hugann myndin af tungunni sem vefst um höfuð manna og gerir þá
að viðundri, og er þeim í vissum skilningi ónýt (Jórunn kallar Melkorku kynja-
mann þegar henni er sagt að hún hefur mál). Blóðið sem stekkur út um nasir
Jórunnar hefur á hinn bóginn kynferðislegar tilvísanir. Það er fyrir tilverknað
frillunnar að vessar húsfreyju flóa fram, því „Höskuldur svaf hjá húsfreyju sinni
hverja nótt síðan hann kom heim en hann var fár við frilluna“ (Islendinga sögur
II 1986:1548). Sagan segir áður en Melkorka kemur til: „Vel var um samfarar
þeirra Höskulds og ekki mart hversdaglega“ {Islendinga sögurW 1986:1543).
Jórunn og Melkorka tjá sig á þann hátt að Höskuldi er meinaður aðgangur.
Engin orð til að kúga, ekkert til að festa hendur á. Hann á ekki annars úrkosti en
skilja þær, en til þess hefur leikurinn e.t.v. verið gerður. Báðum þessum konum
hefur Höskuldur fengið nýtt hlutverk. Jórunn er hin niðurlægða eiginkona og
Melkorka keppinautur húsfreyju, en jafnframt undirsáta hennar. Til að öðlast
aftur fyrri reisn verða þær að berjast en baráttan endurspeglar ómögulega stöðu
þeirra innbyrðis.
Eg tek undir með Helgu Kress þegar hún segir í bók sinni Máttugum meyjum,
að með því að neita að tala rísi Melkorka upp gegn kúgun sinni (Helga Kress
1993:22, 144). Ég tel þó einnig að á þennan hátt skilji Melkorka skýrt á milli
þeirra tveggja hlutverka sem hún leikur í sögunni. Þegar Höskuldur sendir hana
burt og hún fer að búa sjálf endurheimtir hún í vissum skilningi fyrra hlutverk,
þótt ríkidæmi hennar sé nú aðeins Melkorkustaðir. I veldi sínu á Melkorkustöðum
gerir hún uppreisn gegn Höskuldi og losar sig undan ánauð hans.
2. Auður og Guðrún
Guðrún Ósvífursdóttir þarf ekki að deila við frillur líkt og Jórunn húsfreyja. í
vissum skilningi er hún í hlutverki frillunnar, því hún þarf að kljást við eiginkonur
þeirra tveggja manna sem hún leggur hug á í sögunni. A það má og benda að
Guðrúnu er í reynd varnað máls í skiptum við þessar konur. Með liðsstyrk
karlanna reynir hún hins vegar að hafa áhrif á gang mála.
Þórður Ingunnarson er þess að nokkru valdur að Guðrún segir skilið við
Þorvald Halldórsson, fýrsta eiginmann sinn, hann kennir henni í það minnsta