Skáldskaparmál - 01.01.1997, Page 104
102
Guðrún Ingólfidóttir
3. Guðrún ogHrefha
Tvöfalt siðgæði Guðrúnar Ósvífursdóttur birtist hvað skýrast í skiptum hennar
við aðrar konur sögunnar, en með orðum sínum og gerðum reynir hún að hafa
áhrif á líf þeirra. Henni er í reynd þröngvað inn í hjónaband við Bolla, og þegar
Kjartan kemur heim og kvænist Hrefnu, lítur Guðrún e.t.v. svo á að Hrefna hafi
rænt hana réttmætri stöðu hennar. Þetta kristallast í sennunni um moturinn sem
Ingibjörg konungssystir gaf Guðrúnu sem verðandi eiginkonu Kjartans. Motur-
inn er þannig sýnilegt tákn um þessa stöðu.1 Eitt sinn að boði í Hjarðarholti að
Ólafi pá reynir Guðrún að eiga orðastað við Hrefnu og biður hana um að sýna
sér moturinn:
Annan dag eftir mælti Guðrún við Hrefnu að hún skyldi falda sér með motrinum og
sýna mönnum svo hinn besta grip er kornið hafði til íslands (Islendinga sögur II
1986:1606-7).
Kjartan er hins vegar nærstaddur og svarar fyrir Hrefnu:
Ekki skal hún falda sér með motri að þessu boði því að meira þykir mér skipta að
Hrefna eigi hina mestu gersemi heldur en boðsmenn hafi nú augnagaman af að sinni
(íslendinga sögur II 1986:1607).
Það er í samræmi við annað í sögunni að Kjartan vill ekki að Hrefna faldi sér með
motrinum, enda er hún jafn lítið sýnileg og þetta tákn um stöðu hennar. Vilji
hennar skiptir engu, enda er henni og meinað að tjá hann. Guðrún bregður á það
ráð að hvísla að Hrefnu og fá hana þannig til að sýna sér moturinn: ,,Annan dag
eftir ræddi Guðrún í hljóði til Hrefnu að hún skyldi sýna henni moturinn“
(Islendinga sögur 11 1986:1607). Ofríki karlsins gerir það að verkum að samskipti
kvennanna geta ekki farið fram á hinu opinbera tungumáli, Guðrún verður að
kafa undir yfirborðið í hljóðlaust tungumál. Þær Hrefna og Guðrún ganga síðan
afvettvangi og í útibúr, þ.e. á yfirráðasvæði eiginkonunnar, Hrefnu:
Lauk Hrefna upp kistu og tók þar upp guðvefjarpoka en úr pokanum tók hún
moturinn og sýndi Guðrúnu. Hún rakti moturinn og leit á um hríð og ræddi hvorki
um löst né iof. Síðan hirti Hrefna moturinn og gengu þær til sætis síns (íslendinga sógur
II 1986:1607).
Ekkert orð, en þögnin þrungin merkingu. Seinna þegar Kjartan og Hrefna eiga
að sækja boð að Laugum vill Hrefna láta moturinn eftir heima, hún er hrædd um
stöðu sína og ekki að ástæðulausu. Þorgerður móðir Kjartans fysir á hinn bóginn
4 Á þetta bendir Hermann Pálsson í bók sinni Leyndarmál Laxdalw. „Eins og sverðið konungs-
nautur gegnir moturinn táknrænu hlutverki öðrum þræði; língjöf sem bóndi gefur brúði sinni
eftir að þau hafa átt eina nótt saman er nátengd hjúskap þeirra um alla framtíð“ (Hermann
Pálsson 1986:17).